fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Segir synina hafa fengið morðhótanir – „Það voru 57 þúsund kvartanir gegn mér“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Piers Morgan hefur opnað sig um áreiti og hótanirnar sem hafa rignt yfir hann og fjölskyldu hans vegna deilna hans við hertogahjónin af Sussex, Meghan og Harry prins.

Piers Morgan á þrjá syni með fyrrverandi eiginkonu sinni, þá Spencer, Stanley og Albert. Mikið fjaðrafok hefur verið í kringum Piers undanfarið síðan hann opinberaði skoðun sína á hertogahjónunum í kjölfar viðtals þeirra við fjölmiðladrottninguna OpruhPiers gefur lítið fyrir þær raunir sem hertogahjónin deildu í því viðtali og sagði þau vera í ófrægingarherferð gegn konungsfjölskyldunni.

Ummæli hans vöktu mikla úlfúð og leiddu til þess að hann hætti í þáttunum Good Morning Britain. Hann hefur nú stigið fram í sínu fyrsta opinbera viðtali síðan þetta átti sér stað og greinir frá því því áreiti sem hann og hans hafa mátt sæta undanfarið.

„Það eina sem ég get sagt er að það voru 57 þúsund kvartanir gegn mér sem mátti rekja til múgsæsings á Internetinu sem gerðu þrotlausa aðför að mér og fjölskyldu minni og áreittu syni mína dögum saman, sendu þeim jafnvel morðhótanir,“ sagði Piers og bætti við: „Það að þessir svokölluðu „frjálslyndu“ ákváðu að ráðast gegn sonum mínum með því að ógna þeim og beita þá ofbeldi, er ógeðslegt.“.

Í viðtalinu við Opruh greindi Meghan frá því að konungsfjölskyldan hafi hunsað það að hún glímdi við sjálfsvígshugsanir. Piers segist ekki trúa því að það sé satt. Í kjölfarið bárust sjónvarpsstöðinni þar sem hann vann tæplega 60 þúsund kvartanir og voru ummæli hans fordæmd af samtökum sem berjast fyrir geðheilbrigði. Hann stendur hins vegar fast við sín orð og segist alltaf ætla að verja skoðanafrelsi sitt.

Í viðtalinu við Extra sagði hann einnig að hann hefði fengið skilaboð frá konungsfjölskyldunni þar sem þau lýstu yfir þakklæti fyrir afstöðu hans og það eina sem hann sæi eftir væri að hafa gengið út í beinni útsendingu eftir að hann reifst við samstarfsfélaga sinn, Alex Beresford í Good Morning Britain.

Frétt Metro

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana
Fókus
Fyrir 5 dögum

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám
Fókus
Fyrir 5 dögum

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“