fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fókus

Kim Kardashian sögð vera komin með nýjan kærasta – Ólíkleg pörun

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 10:06

Kim Kardashian og Van Jones. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sé komin með nýjan kærasta. Það eru komnir tveir mánuðir síðan hún sótti um skilnað frá Kanye West. Saman eiga þau fjögur börn.

Sögur herma að Kim, 40 ára, sé að slá sér upp með fjölmiðlamanninum Van Jones, 52 ára. Van Jones er kynnir á sjónvarpstöðinni CNN.

Sögusagnir um samband þeirra hafa verið á sveimi í smá tíma. En eftir að Cindy Adams, dálkahöfundur Page Six, fjallaði um meint samband þeirra fóru sögusagnirnar á enn meira flug.

Þetta er þó aðeins orðrómur og telja margir Van Jones vera mjög ólíklegan kost fyrir Kim. Samkvæmt slúðurmiðlum eru meðlimir konungsfjölskyldunnar, stórleikarar og milljarðarmæringar á höttunum eftir stefnumóti með Kim.

Kim hefur þekkt Van Jones í þó nokkur ár. Þau börðust saman fyrir umbótum á bandarísku réttarkerfi árið 2018.

Van Jones er fréttaskýrandi fyrir CNN og lögfræðingur að mennt. Hann er þekktur fyrir að vera vinstra megin í pólítík og starfaði fyrir Barack Obama í forsetatíð hans. Hann hefur einnig skrifað bók sem komst á metsölulista New York Times og fengið Emmy-verðlaun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima