fbpx
Laugardagur 15.maí 2021
Fókus

Bikinímynd ofurfyrirsætu mánuði eftir barnsburð veldur usla – „Þú lætur öðrum líða ömurlega“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 08:24

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurfyrirsætan Emily Ratajkowski sætir nú harðri gagnrýni eftir að hún deildi myndbandi af sér í bikiní rétt rúmlega mánuði eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn.

Emily er 29 ára og gift leikaranum Sebastian Bear-McClard.

Emily er vön því að vekja athygli á samfélagsmiðlum og deilir reglulega djörfum myndum af sér á Instagram. Hún deildi reglulega nektarmyndum á meðgöngunni og hefur verið dugleg að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með ferlinu.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Emily Ratajkowski (@emrata)

En nýjasta færsla Emily hefur ekki fallið vel í kramið hjá netverjum. Hún deildi mynd af sér í sundbol og myndbandi af sér í bikiní. Ýttu á örina til hægri hér að neðan til að sjá myndbandið.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Emily Ratajkowski (@emrata)

Fylgjendur hennar velta því fyrir sér hvernig í ósköpunum líkami hennar geti verið svona, þar sem hún eignaðist sitt fyrsta barn fyrir rétt rúmlega mánuði síðan.

Fjöldi fylgjenda hafa hrósað Emily en hún hefur einnig sætt harðri gagnrýni. Þá sérstaklega vegna þess að flestar konur líta ekki svona út eftir barnsburð. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir að setja óraunhæfa pressu á aðrar mæður og að myndbirtingin getur haft neikvæð áhrif á líkamsímynd mæðra eftir barnsburð.

Claire deildi mynd af sér tveimur vikum eftir að hún átti dóttur sína til samanburðar við Emily.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mynd af Emily eftir barnsburð veldur usla. Emily deildi myndinni sem má sjá hér að ofan ellefu dögum eftir að hún átti dóttur sína. Ástralska leikkonan Claire Holt var ein þeirra sem gagnrýndi Emily fyrir að deila myndinni, hún sagði að það væri „pirrandi.“

„Ef þú deilir mynd af þér með alveg sléttan maga tíu dögum eftir að þú eignaðist barn og kallar það jákvæða líkamsímynd, það er eins og að deila mynd af milljónum í bankanum og kalla það jákvæða velgengni,“ sagði Claire um málið.

„Þetta er kannski satt, en þetta lætur fólk líða ömurlega og það er ekki eðlilegt. Þú ert undantekningin, þú ert heppin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig makaskipti eru í raun og veru

Afhjúpar hvernig makaskipti eru í raun og veru
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reynir Bergmann tjáir sig um ummælin umdeildu – „Ég er ekkert að koma hingað titrandi og grenjandi með einhvern lögfræðing“

Reynir Bergmann tjáir sig um ummælin umdeildu – „Ég er ekkert að koma hingað titrandi og grenjandi með einhvern lögfræðing“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kennir jóga nakin og segir það hjálpa mörgum – Þetta er algengasta spurningin sem hún fær frá karlmönnum

Kennir jóga nakin og segir það hjálpa mörgum – Þetta er algengasta spurningin sem hún fær frá karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru lögin sem veðbankar segja Daða þurfa að sigra

Þetta eru lögin sem veðbankar segja Daða þurfa að sigra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristín Avon gengin út

Kristín Avon gengin út
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áhrifavöldum prýtt partý hjá Birgittu Líf á B5

Áhrifavöldum prýtt partý hjá Birgittu Líf á B5