fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fókus

Áhrifavaldurinn var ekki allur sem hann var séður – Sjáðu raunverulegu myndina

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 18. mars 2021 19:00

Skjáskot af Twitter-síðu Zonggu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japanskur áhrifavaldur sem aðdáendur héldu að væri ungur kvenkyns mótorhjólakappi reyndist vera miðaldra karlkyns mótorhjólakappi. Mirror greinir frá þessu.

Maðurinn, sem heitir Zonggu, notaðist við myndvinnsluforrit til að breyta útliti sínu á ljósmyndum, úr miðaldra manni í unga konu.

Zonggu hefur nú viðurkennt verknaðinn í fjölmiðlum. Hann taldi að ung og falleg kona myndi fá meiri athygli og fleiri læk, en myndir af honum sjálfum. Hann á að hafa sagt að engin vilji sjá myndir af „gömlum gæja“.

Skjáskot af raunverulegu andliti Zonggu

Zonggu er vinsælastur á samfélagsmiðlinum Twitter, undir nafninu @azusagakuyuki, en þar er hann með hátt í 20.000 fylgjendur. Þar deilir hann gjarnan myndum af sér í mótorhjólagalla og á mótorhjóli.

Einhverjum aðdáendum þóttu myndirnar sérstakar. Andlitið þótti oft óvenjulegt, og þá sérstaklega í eitt skipti þegar raunverulegt andlit Zonggu sást í spegilmynd á einni mynda sinna.

Japanskur raunveruleikaþáttur kom upp um hinn raunverulega Zonggu, sem tekur þessu ekkert of alvarlega, en hann hefur haldið áfram að að birta myndir af sér sem unga konan.

Hér má sjá tíst af Twitter-síðu Zonggu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Reynir að tortíma mannkyninu

Reynir að tortíma mannkyninu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason strauk að heiman í æsku – „Löggan talaði við okkur og gaf okkur snúð“

Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason strauk að heiman í æsku – „Löggan talaði við okkur og gaf okkur snúð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust