fbpx
Föstudagur 23.apríl 2021
Fókus

Útlit segir ekki alla söguna – Sorglegi sannleikurinn á bak við þessa mynd

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 16. mars 2021 11:21

Fimm dögum áður en þessi mynd var tekin reyndi hún að taka eigið líf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eluned Anderson, eða Ellie eins og hún er kölluð, er 21 árs námsmaður frá Cardiff í Bretlandi. Hún deilir fallegri mynd af sér á Twitter þar sem hún brosir breitt til myndavélarinnar. Myndin var tekin þegar hún fór út að borða með kærastanum sínum. En sannleikurinn á bak við myndina er sá að fimm dögum áður reyndi hún að svipta sig lífi.

Hún deilir myndinni á Twitter til að sýna að fólk í sjálfsvígshugleiðingum ber það ekki endilega utan á sér.

„Ég var að fara í gegnum mjög erfiða tíma. Þetta versnaði til muna í október í fyrra og ég varð fyrir miklu netníði. Ég var að fá skilaboð á Twitter þar sem fólk var að segja mér að drepa mig og einn maður sendi mér þrenn skilaboð með nákvæmum lýsingum um hvernig hann ætlaði að nauðga mér,“ segir hún í samtali við Daily Mail.

„Þetta var mjög fljótfærnisleg hugmynd. Það tók allan minn mátt að telja mér trú um að þetta væri rangt og ég ætti ekki að fylgja þessu eftir. Það sem stoppaði mig var tilhugsunin um ástvini mína.“

Ellie lét eins og ekkert væri.

Ellie segir að hún hafi skammast sín eftir sjálfsvígstilraunina. Hún sagði engum hvernig sér liði og faldi sig uppi í rúmi. Hún byrjaði einnig að skaða sig sjálfa. En þrátt fyrir allt, í lok vikunnar, þá setti hún á sig grímu og fór út að borða eins og lét eins og allt væri í himnalagi.

Ellie tengir þetta við erfiða æsku. „Okkur var kennt að við mættum ekki segja neinum frá því sem var í gangi heima þegar við vorum yngri. Ég þurfti að læra að setja upp grímu því hvað annað var í boði? Ég þurfti að setja upp bros, fara í kjól og setja á mig farða. Því hinn valkosturinn var þunglyndi og að vera ekki hérna.“

Þetta var önnur sjálfsvígstilraun Ellie, hún reyndi fyrst að svipta sig lífi þegar hún var þrettán ára. Sú tilraun mistókst og sagði Ellie engum frá því.

Ástæðan fyrir því að Ellie ákvað að stíga fram með sögu sína er til að sýna þeim sem efast um sannleiksgildi frásagnar Meghan Markle, um að hún hafi glímt um tíma við sjálfsvígshugsanir, að fólk sem glímir við andleg veikindi ber það ekki endilega utan á sér. Ellie segir að fólk hafi einhverja fyrirfram ákveðna hugmynd um hvernig þeir sem glíma við andleg veikindi eiga að líta út, en það er fjarri því að vera rétt.

Ef sjálfsvígshugsanir gera vart við sig er hægt að hringja í Hjálparsíma Rauða Krossins 1717 og netspjall 1717.is. Einnig er hægt að hafa samband við Píetasímann 552-2218 og/eða tala við hjúkrunarfræðing á netspjalli heilsuvera.is. Það er hægt að lesa nánar um forvarnir gegn sjálfsvígum á vef Landlæknis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hætti í skrifstofuvinnunni og byrjaði á OnlyFans

Hætti í skrifstofuvinnunni og byrjaði á OnlyFans
Fókus
Í gær

Vekur athygli fyrir naktar óléttumyndir – „Nú er ég með stærri rass og frekar fín brjóst“

Vekur athygli fyrir naktar óléttumyndir – „Nú er ég með stærri rass og frekar fín brjóst“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur sagði „JÁ“ við Kristján

Hrafnhildur sagði „JÁ“ við Kristján
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga Dögg spyr Eddu hvort hún hafi tekið sig upp stunda kynlíf – „Þarna er upplifun okkar algjörlega ólík“

Sigga Dögg spyr Eddu hvort hún hafi tekið sig upp stunda kynlíf – „Þarna er upplifun okkar algjörlega ólík“