fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Ódýr og ókeypis afþreying í vetrarfríi grunnskóla

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 22. febrúar 2021 21:16

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vetrarfrí eru víða í grunnskólum þessa dagana. Fyrir þá foreldra og forráðamenn sem geta verið í fríi með börnum sínum höfum við tekið saman nokkrar hugmyndir að ódýrri eða ókeypis afþreyingu.

Þessar hugmyndir miða að höfuðborgarsvæðinu en við hvetjum foreldra hvar á landi sem er að koma með eigin hugmyndir í kommentakerfinu.

Mynd/Reykjavik.is

Heimsókn til Vigdísar forseta

Á sýningunni Heimsókn til Vigdísar er gestum á öllum aldri boðið að ganga inn í söguheim bókarinnar Vigdís. Bókin um fyrsta konuforsetann. Rán Flygenring, rit- og myndhöfundur, hannar sýninguna í samstarfi við Emblu Vigfúsdóttur sýningarstjóra. Segja má að veröld Vigdísar Finnbogadóttur, sem var fyrst kvenna kjörin forseti í heiminum, lifni við og gestir fá að kíkja í heimsókn og spegla sig í þeim gildum sem hún hefur alla tíð lagt svo mikla áherslu á, jafnt í lífi sem starfi. Sjón er sögu ríkari! Hugsaðu stórt!

Hvar: Borgarbókasafnið Gerðubergi

 

Mynd/Reykjavik.is

Fjölskylduleikir um Sjóminjasafnið fyrir fundvísa krakka!

Sýningin Fiskur & fólk er hafsjór af forvitnilegum sjávardýrum, skipum og sardínudósum sem er fróðlegt að skoða. Fjölskylduleikirnir leiða unga gesti um sýningu Sjóminjasafnsins og hvetja krakka til að velta vöngum yfir öllu því skrýta og skemmtilega sem tengist sjósókn. Safnið er úti á Granda og stendur rétt við höfnina þar sem stutt er út á bryggju.

Ókeypis aðgangur fyrir fullorðna í fylgd með börnum í vetrarfríinu.

Hvar: Sjóminjasafnið í Reykjavík, Grandagarði

 

Mynd/Hafnarfjordur.id

Dagskrá á vegum Hafnarfjarðarbæjar á morgun, þriðjudag:

  • Skúlptúragerð í Hafnarborg kl. 13-15. Stór og smá, þrívíð listaverk verða til úr fjölbreyttum efnivið.
  • Sögustund fyrir yngri krakka – Bókasafn Hafnarfjarðar – 14-14:30
  • Sögustund fyrir eldri krakka – Bókasafn Hafnarfjarðar kl. 15-15:30
  • Tónleikar með Fjöru – Bókasafn Hafnarfjarðar kl. 17-17:30
  • Byggðasafn Hafnarfjarðar opið 11-17. Ratleikur og áhugaverðar sýningar.

 

Mynd/Kopavogur.is

Sjávarlífverur og ratleikur í Kópavogi

Á fræðslusýningunni Lífljómun er sjónum beint að lífljómandi lífverum og hinu innra ljósi. Sæstjarna, marglytta, eldfluga og fleiri magnaðar, ljómandi lífverur birtast í teikningum Dagrúnar Guðnýjar Sævarsdóttur sem gerðar voru sérstaklega fyrir sýninguna og verða til sýnis í gluggum Náttúrufræðistofu Kópavogs. Teikningarnar snúa í báðar áttir í gluggum stofunnar og því má njóta sýningarinnar hvort sem er innan- eða utandyra.

Fræðslusýningin kallast á við skemmtilegan ratleik fyrir alla fjölskylduna, svokallaða ljósveruleit, og á henni leynast faldar vísbendingar. Litríkar ljósverustöðvar lúra á víð og dreif á útisvæði Menningarhúsanna í Kópavogi og bíða ljósveruleitenda á öllum aldri – leggjum í ljósveruleit!

Hvar: Náttúrufræðistofa Kópavogs og Menningarhúsin.

 

Kökur og kettir

Kattakaffihúsið er fyrsta kaffihúsið af sínu tagi á Íslandi. Kattakaffihús hafa verið að ryðja sér til rúms út um allan heim sl. ár en það fyrsta opnaði í Taiwan 1998, þau eru sérstaklega vinsæl í Asíu en hafa opnað á undanförnum árum í Bandaríkjunum, Kanada og út um alla Evrópu.

Á Kattakaffihúsinu er hægt að panta sér veitingar eins og á hefðbundnum kaffihúsun, en þar munar um kettina sem þar halda til og eru í leit að nýju heimili. Hægt er að sækja um að taka kettina að sér, en líka kaupa ýmsar kattavörur.

Hvar: ​Bergstaðastræti 10a, 101 Reykjavík

 

Bíófjör á Bókasafni Garðabæjar

Þriðjudaginn 23. febrúar verður myndin ,,Grami göldrótti“ sýnd, miðvikudaginn 24. febrúar verður myndin ,,Brettin upp!“ sýnd og á föstudeginum 26. febrúar verður myndin ,,Ótrúleg saga um risastóra peru“ sýnd.

Sýningar hefjast klukkan 11:00 hvern dag.

Alla dagana er hægt að hafa það notalegt og skoða bækur og spila á afgreiðslutíma safnsins kl.9 – 19.
Grunnskólabörn velkomin en fullorðnir beðnir um að halda sig til hlés.

Hvar: Bókasafn Garðabæjar, Garðatorgi 7

 

Skjáskot RUV

Bakað með UngRUV

Það er tilvalið að baka í vetrarfríinu. Í stuttu og einföldu myndbandi á RUV sýnir Elísa Eyvindsdóttir hvernig hún býr til kökupinna. Smellið hér til að horfa. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“