fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fókus

Kanye West í sambandi með helmingi yngri fyrirsætu – Hiti færist í leikinn hjá Kim og Pete

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 8. nóvember 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Kanye West er að slá sér upp með fyrirsætunni Vinetria.

Samkvæmt heimildarmönnum Page Six hafa þau verið að slá sér upp í nokkra mánuði en fyrst sást til þeirra opinberlega á körfuboltaleik í Minneapolis um helgina.

Kanye er rúmlega tuttugu árum eldri en Vinetria. Hann er 44 ára og hún 22 ára.

Það voru teknar myndir af parinu sem hafa farið eins og eldur í sinu um netheima.

Vinetria og Kanye West. Mynd/Getty

Það er tæpt ár síðan fyrst var greint frá skilnaði Kanye og raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian.

Sjá einnig: Netverjar missa sig yfir myndum af Kim Kardashian og Pete Davidson haldast í hendur

Slúðurmiðlar vestanhafs keppast við að greina frá meintu ástarsambandi Kim og Pete Davidson. Fyrst þegar getgátur um mögulegt samband þeirra fóru af stað þá sögðu heimildarmenn nákomnir stjörnunum að þau væru bara vinir. En í síðustu viku sagði heimildarmaður Entertainment Tonight að þau væru ekki lengur bara vinir.

„Pete og Kim hafa verið að njóta þess að eyða tíma saman og eru að skemmta sér,“ sagði heimildarmaður ET. „Þau eru bæði nýlega einhleyp.“

„Þau eru að skemmta sér konunglega saman. Pete fær Kim til að hlæja og lætur henni líða eins og hún sé sérstök. Pete er augljóslega í skýjunum og er mjög skotinn í Kim,“ sagði annar heimildarmaður ET.

Sjá einnig: Tímalína um samband Kim Kardashian og Kanye West

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“