fbpx
Sunnudagur 23.janúar 2022
Fókus

Höfundur Harry Potter-bókanna skotmark aktívista – „Ég hef nú fengið svo mikið af líflátshótunum að ég gæti veggfóðrað húsið mitt með þeim“

Fókus
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn J.KRowling, höfundur hina vinsælu bóka um galdradrenginn Harry Potter, stendur í ströngu þessa daganna. Hún greindi frá því að Twitter á mánudaginn að heimilisfangi hennar hafi verið deilt á samfélagsmiðlinum af þremur aktívistum sem voru að mótmæla afstöðu höfundarins til réttinda trans fólks.

„Á föstudaginn var heimilisfangi fjölskyldu minnar deilt á Twitter af þremur aktívista leikurum sem tóku myndir af þeim fyrir framan heimili okkar og staðsettu sig viljandi þannig að heimilisfangið væri sýnilegt.“

Rowling segist þakklát þeim fjölmörgu aðdáendum hennar sem tilkynntu myndirnar til Twitter, en tilkynningarnar urðu til þess að myndirnar hafa nú verið fjarlægðar.

„Ég vil biðla til þeirra sem endur-tístu myndinni þar sem heimilisfangið sést, jafnvel þó þeir hafi gert það til að fordæma þessa birtingu, að eyða þeim.“

Rowling hefur staðið í ströngu undanfarin ár út af afstöðu sinni gagnvart trans fólki. Það hófst allt með því að hún birti tíst þar sem hún gagnrýndi frétt þar sem talað var um fólk með leg frekar en að tala um konur. Fyrir vikið fékk Rowling á sig þann stimpil að hún væri transfóbísk þ.e.a.s. á móti réttindum trans fólks.

Aktívistarnir þrír sem birtu mynd fyrir utan heimili hennar eru leikarinn Frost, grínistinn Star og dragkóngurinn Energy, en ekki er vitað til þess að nokkur þremenninganna sé trans. Myndbirtingin var liður í að sýna stuðning í tilefni af alþjóðlegum minningardegi trans fólks sem er haldinn til að minnast þeirra fjölmörgu trans einstaklinga og kynseginn sem eru myrt á ári hverju.

Upplifa ótta og streitu

Rowling segist hafa orðið vitni af því síðstu ár að margir nafntogaðir einstaklingar hafi orðið fyrir barðinu á sambærilegum aktívisma og orðið fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum, að veist hafi verið að vinnustöðum þeirra og fengið sendar hótanir um líkamsmeiðingar – þar á meðal um nauðgun.

„Engin þessara kvenna hafa sömu forréttindi og ég. Þær og fjölskyldur þeirra hafa verið settar í stöðu þar sem þær upplifa ótta og streitu fyrir þá ástæðu eina að þær vilja ekki samþykkja að félagsleg og lagaleg skilgreining á kyni ætti ekki að koma í stað líffræðilegra kynja.“

Líflátshótanir sem væri hægt að veggfóðra með

Rowling segir að hatrið sem hún hafi fengið yfir sig fyrir skoðanir sínar sé ótrúlegt en það muni þó ekki verða til þess að hún hætti að tjá sig opinberlega.

„Ég hef nú fengið svo mikið af líflátshótunum að ég gæti veggfóðrað húsið mitt með þeim, en það hefur samt ekki þaggað niður í mér – og ég er bara að henda þessu hingað út – besta leiðin til að sanna að hreyfing ykkar ógni ekki öryggi kenna er að hætta að sitja fyrir, áreita og hóta okkur.“

Standa við birtinguna

Aktívistarnir hafa nú birt yfirlýsingu vegna málsins.

„Í gær birtum við mynd sem við tókum fyrir utan heimili JK Rowling. Við stöndum við myndbirtinguna en síðan við birtum hana höfum við fengið yfir okkur yfirþyrmandi magn af alvarlegum, ógnvekjandi transfóbískum skilaboðum svo við höfum ákveðið að fjarlægja myndina. Sendum trans systkinum okkar ást.“

Rowling hefur einnig greint frá því að hún hafi verið þolandi doxxing en það er hugtak sem felur í sér að persónulegum upplýsingum er deilt á Internetinu í óþökk þess einstaklings sem upplýsingarnar eru um.

Opna dyrnar

Rowling hefur ítrekað tjáð sig opinberlega um afstöðu sinna til trans fólks en hún trúir því meðal annars að með því að skipta út kynjuðum orðum fyrir kynhlutlaus orð á borð við „fólk með píku“ og „fólk með leg“ sé verið að afmanneskjuvæða konur. Hún segir að sem þolandi heimilisofbeldis þá séu hugtök eins og ókynjaðir búningsklefar og salerni ógnvekjandi. Hún skrifaði á vefsíðu sinni í apríl á síðasta ári:

„Þegar þú opnar dyrnar að baðherbergjum og búningsklefum fyrir alla menn sem trúa því eða líður eins og þeir séu konur – og eins og ég hef áður sagt – vottorð til að staðfesta kyn eru nú gefin án þess að fólk hafi gengist undir aðgerðir eða hormónameðferð – þá ertu að opna dyrnar fyrir alla karlmenn sem vilja koma þangað inn. Það er einfaldur sannleikur.“

Ekki með á viðburði Harry Potter-myndanna

Afstaða Rowling hefur, eins og áður er sagt, verið harðlega gagnrýnd. Tuttugu ár eru nú síðan fyrsta kvikmyndin um Harry Potter kom út og af því tilefni eru allir leikararnir og framleiðsluteymið að koma saman til að líta yfir farinn veg. Rowling er hins vegar ekki boðið á viðburðinn og hafa flestir aðalleikarar myndanna lýst yfir vonbrigðum sínum með afstöðu höfunda bókanna og fordæmt hana opinberlega.

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Adele brast í grát þegar hún sagði frá breytingunum – „Ég er svo miður mín og skammast mín mikið“

Adele brast í grát þegar hún sagði frá breytingunum – „Ég er svo miður mín og skammast mín mikið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bað netverja um hjálp að finna manninn sem daðraði við hana á ströndinni – Fann eiginkonuna í staðinn

Bað netverja um hjálp að finna manninn sem daðraði við hana á ströndinni – Fann eiginkonuna í staðinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dularfullur breskur sjarmör fylgir Tönju Ýri til landsins

Dularfullur breskur sjarmör fylgir Tönju Ýri til landsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opinberar skilaboð frá Britney Spears sem hún segir hreinsa hana af öllum áburði

Opinberar skilaboð frá Britney Spears sem hún segir hreinsa hana af öllum áburði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jón Viðar gagnrýnir Verbúðina – „Maður vill helst ekki eyða miklum tíma í eitthvað sem er ekki merkilegra en þetta“

Jón Viðar gagnrýnir Verbúðina – „Maður vill helst ekki eyða miklum tíma í eitthvað sem er ekki merkilegra en þetta“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svörtu sandar verður til frumsýningar á Berlinale kvikmyndahátíðinni

Svörtu sandar verður til frumsýningar á Berlinale kvikmyndahátíðinni