fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Stórleikarinn Ian McKellen klæddist Heljargjánni hennar Guðmundu í kynningarmyndbandi ABBA – „Fannst þetta eitthvað svo óraunverulegt“

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 12:01

Björn og Ian prjóna í prjónapeysunum sínum, og svo hún Guðmunda Dagbjört sem hannaði uppskriftina að peysunni sem Ian klæðist.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varla hefur farið framhjá neinum að sænska hljómsveitin ABBA hefur snúið aftur og gaf nýlega út sína fyrstu plötu í fjörutíu ár. Platan heitir ABBA Voyage og verður henni fylgt eftir með tónleikaröð í formi sýndarveruleika á næsta ári.

ABBA-liðar eru þó á fullu að kynna nýju plötuna og var til að mynda stofnuð sérstök Facebooksíða fyrir hana. Nafn hljómsveitarinnar er sem kunnugt er sett saman úr upphafsstöfum meðlimanna sem eru þau Benny Anderson, Björn Ulvæus, Agnetha Fältskog og Anni-Frid Lyngstad. ABBA sló eftirminnilega í gegn með laginu Waterloo í Eurovision árið 1974 og lagði heiminn að fótum sér.

Á dögunum mátti þar sjá myndband þar sem Björn og leikarinn góðkunni Ian McKellen sátu að prjóna og með fylgdi jólakveðja til áhorfenda.

Báðir voru þeir klæddir fallegum prjónapeysum en það sem færri vita er að peysan sem McKellen klæðist er eftir uppskrift frá Guðmundu Dagbjörtu Guðmundsdóttur sem rekur Litlu Prjónabúðina í Faxafeni. Hún er einnig iðin við að prjóna og hanna uppskriftir.

Það kom henni skemmtilega á óvart þegar hún rakst á myndbandið og sá sjálfan Ian McKellen í peysu eftir uppskriftinni hennar.

„Uppskriftin heitir Heljargjá og ég hef ekki hugmynd um hvernig Ian McKellen eignaðist eintak af henni. Það geta auðvitað allir prjónað sér eintak þar sem það er til uppskrift af peysunni bæði á ensku og íslensku. Ég get ekki sagt að ég haldi uppá ABBA, er með lítið þol fyrir diskótónlist en ef ég myndi hlusta á einhverja diskótónlist myndi ég sennilega velja þau. En ég er hins vegar aðdáandi Ian Mckellen. Hver elskar ekki Gandalf? Ég fékk smá veruleikafirringu við að sjá hann í Heljargjá, fannst þetta eitthvað svo óraunverulegt,“ segir hún.

Áhugasöm geta keypt uppskriftina að Heljargjá hér á Ravelry.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni