fbpx
Mánudagur 24.janúar 2022
Fókus

Sigga Dögg segir þetta hafa komið henni á óvart á kynlífsklúbbnum – „Þessu bjóst ég bara ekki við“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 22. nóvember 2021 22:00

Sigga Dögg. Mynd/Óttar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigga Dögg kynfræðingur og kærasti hennar fóru á kynlífsklúbb í Edinborg í Skotlandi fyrr í þessum mánuði. Sigga fjallaði mikið um ferðina á Instagram-síðu sinni og þá sérstaklega um klúbbinn og swingsenuna. 

Í dag fjallaði Sigga um eitt sem kom henni á óvart þegar hún fór á kynlífsklúbbinn. „Eitt sem kom mér svolítið á óvart með kynlífsklúbbamálið, verandi áhugamanneskja mikil um hvernig karlmenn fróa sér, svona rúnktaktinn þeirra, fullnægingarandlitið þeirra og einhvern veginn svona – mér finnst það mjög áhugavert, þá var geggjað að vera á svona kynlífsklúbb þar sem eru yfirleitt fleiri karlmenn en konur, það er bara þannig,“ sagði Sigga á Instagram fyrr í dag.

„Það var svo áhugavert að sjá þá fróa sér, hvernig þeir – þú veist, voru þeir að toga í punginn líka? Rúnkuðu þeir sér hratt eða rólega? Var það fast eða laust? Hversu ákaft og hversu mikið þeir bara svona aðeins fikta í honum?“

Þá segir Sigga að henni langi að kanna þessa hlið kynlífsins nánar. „Af þessum athugum mínum að dæma þá langar mig bara að taka viðtal við hvern og einn rúnkara um rúnksögu viðkomandi, þessu bjóst ég bara ekki við.“

Fyrir þá sem eru forvitnir um swingsenuna og kynlífsklúbba þá er Sigga með ítarlega umfjöllun og ráð um það í Story á Instagram. Það er hægt að hlusta á það allt hér.

Sigga Dögg hefur lengi getið sér gott orð sem kynfræðingur og fyrirlesari. Hún er einnig höfundur og gaf nýlega út netnámskeið fyrir foreldra til að tala um kynlíf við börnin sín á öllum aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Adele brast í grát þegar hún sagði frá breytingunum – „Ég er svo miður mín og skammast mín mikið“

Adele brast í grát þegar hún sagði frá breytingunum – „Ég er svo miður mín og skammast mín mikið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bað netverja um hjálp að finna manninn sem daðraði við hana á ströndinni – Fann eiginkonuna í staðinn

Bað netverja um hjálp að finna manninn sem daðraði við hana á ströndinni – Fann eiginkonuna í staðinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dularfullur breskur sjarmör fylgir Tönju Ýri til landsins

Dularfullur breskur sjarmör fylgir Tönju Ýri til landsins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Opinberar skilaboð frá Britney Spears sem hún segir hreinsa hana af öllum áburði

Opinberar skilaboð frá Britney Spears sem hún segir hreinsa hana af öllum áburði