fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Íslendingar segja frá misheppnuðum gjöfum – „Þekkirðu mig ekki neitt?“ – „Við hefðum mátt vita betur“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 9. október 2021 14:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örn Úlfar Sævarsson er á meðal vinsælustu Twitter-notanda landsins. Hann sagði fylgjendum sínum í gær frá misheppnuðustu gjöf sem hann hefur gefið og vakti það mikla athygli.

„Gaf ömmu geisladiskinn Raddir í afmælisgjöf, upptökur af rímum úr safni Árnastofnunar. Hún opnaði pakkann… hmm… kunnuglegt…. opnaði kommóðuskúffu og fann Raddir, upptökur af rímur safni Árnastofunar. Sem ég hafði gefið henni. Enn í plastinu!“ sagði Örn. Fljótlega fóru að hrannast inn athugasemdir frá fleiri Íslendingum sem sögðu frá misheppnuðum gjöfum úr sínu lífi.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er á meðal þeirra sem segja frá misheppnuðum gjöfum. „Æskuvinkona mín var ægilega svekkt eitt árið yfir jólagjöf frá pabba sínum sem var plastdúkur fyrir eldhúsborð… Ég spurði hvað hún hafi eiginlega gefið honum árið áður til að verðskulda þessa jólagjöf. Hún hafði gefið honum nef-og eyrnaháraklippur,“ segir Rósa.

Fríða nokkur segir frá því þegar amma hennar fékk iPod. „Gáfum ömmu einu sinni iPod. Hún skildi ekki hvað í ósköpunum hún ætti að gera við hann þar sem hún var með útvarp í öllum herbergjum sem blöstuðu rás 1 öllum stundum. Við hefðum mátt vita betur,“ segir hún.

„Hún er þín ef þú vilt hana“

Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur segir frá því þegar hún fékk ansi ónothæfa jólagjöf frá móður sinni. „Móðir mín gaf mér eitt sinn plöstunarvél í jólagjöf sem ég hafði ekki hugmynd um hvað ég ætti að gera við. Kom í ljós að hana minnti ranglega að hún hefði áður gefið mér Sous Vide tæki. Ég á sum sé enn ónotaða plöstunarvél, en ekkert Sous Vide, ef einhvern vantar,“ segir hún.

Hafsteinn nokkur hefur svipaða sögu og Andrea en hann fékk einmitt bara Sous Vide vélina en ekki plöstunarvél. „Haha! Hún er þín ef þú vilt hana,“ segir Andrea þá.

„Nei það var ekki grín“

Gísli Freyr Valdórsson, ráðgjafi hjá KOM ráðgjöf og ritstjóri Þjóðmála, segir frá því þegar hann gaf ömmu sinni alltaf sælgæti en hann komst ekki að því fyrr en mörgum árum síðan að sú gjöf hafði aldrei hitt í mark. „Ég hafði það fyrir reglu, alltaf þegar ég fór til útlanda, að kaupa lítinn kassa af After eight fyrir ömmu – af því að hún átti silfurgrind sem passaði akkúrat undir hann. Ég komst að því mörgum árum seinna að henni fannst After eight vont,“ segir Gísli.

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, segir frá misheppnaðri gjöf sem hann fékk eitt sinn. „Mjög nákominn/n gaf mér eitt sinn gel og sjampó í jólagjöf. Nei það var ekki grín og já ég leit sirka svona út,“ segir Konráð sem hefur rokkað skallann undanfarin ár.

„Þekkirðu mig ekki neitt“

Maður nokkur segir svo frá gjöf sem hann gaf konunni sinni eftir að hafa fengið ráðgjöf frá samstarfskonum sínum. „Að meðmælum samstarfskvenna minna gaf ég konunni minni einu sinni ilmolíurakatækisvekjaraklukkuútvarpsdagsbirtulampa í afmælisgjöf. Hún opnaði pakkann, horfði í augun á mér og spurði: Þekkirðu mig ekki neitt?“

Þá segir annar maður frá gjöf sem féll ekki í kramið hjá eiginkonunni. „Gaf konunni minni einu sinni top-level íþróttaföt, íþróttaskó og æfingatösku í jólagjöf… ég var ekki að senda nein skilaboð. Allt misskilið,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni