fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Fókus

Mamma kærastans kom óvart upp um framhjáhaldið

Fókus
Miðvikudaginn 20. október 2021 10:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þarf oft að kyssa þó nokkra froska áður en maður finnur draumaprinsinn, eða svo er manni sagt. Froskarnir geta þó oft dulbúið sig sem heilsteypta heiðarlega einstaklinga og oft tekur nokkurn tíma að komast að þeirra rétta eðli. Stundum fær maður hjálp til að hraða þessu auðkenningar-ferli. Það þekkir Lauren Scharf, sem deildi sögunni af því hvernig þáverandi tengdamóðir hennar bjargaði henni frá því að sóa meiri tíma í frosk en hún hafði þegar gert.

„Þetta er sagan um hvernig ég komst að því að kærastinn minn var að halda framhjá mér í gegnum mömmu hans,“ segir Lauren í myndbandi sem hún birti á TikTok.

Hún var búin að vera að hitta mann í fjóra mánuði, og þrátt fyrir að sambandið væri enn fremur nýtt þá höfðu þau farið hratt í sakirnar, þau höfðu sagt að þau elskuðu hvort annað og opinberað sambandið á samfélagsmiðlum – sem er nokkuð alvarlegt skref í nútímasamböndum.

Þau höfðu rætt við hvort annað um fyrrverandi maka og hjásvæfur. Maðurinn sagði Lauren frá því að áður en hann hitti hana þá hafi hann verið í sambandi við konu sem hét Michelle, en það hafi verið fríðindavinasamband.

Maðurinn átti einnig fullt af vinkonum og leigði húsnæði með tveimur konum. Hann tók fram að þetta væru aðeins vinkonur og vildi glaður kynna Lauren fyrir þeim. Ein þeirra var vinkona sem bjó í öðru ríki, DJ. Maðurinn sagði að DJ væri góður vinur og að aldrei hefði verið neitt rómantískt á milli þeirra.

„Allt var að ganga vel. Við vorum búin að vera saman í fjóra mánuði og búin að opinbera samband okkar á samfélagsmiðlum. En þá fékk ég skilaboð frá Michelle.“ 

Michelle greindi frá því að kærastinn ætti langa sögu um að vera ótrúr og væri auk þess lygasjúkur. Hún tók líka fram að vinkona mannsins, DJ, væri konan sem hann héldi gjarnan framhjá mökum sínum með.

Lauren segist ekki stolt af því sem hún gerði næst. Hún loggaði sig inn á Instagramið hans og skoðaði skilaboðin milli hans og DJ. Þar töluðu þau um að hittast til að sofa saman. Lauren gat þó ekki séð nein merki um að hann hefði nú þegar haldið framhjá henni með DJ. Svo hún fór heim til hans til að grafast nánar fyrir um málið.

„Hann sagði að hann hefði haldið framhjá áður en væri ekki lengur að því, hann væri ný manneskja sem læsi bækur um femínisma.“

Hún spurði hann hvort að DJ vissi að hann væri á föstu en hann sagði svo ekki vera, en lofaði að segja henni. Lauren var sátt við þetta.

Svo skömmu síðar var mæðradagurinn og kærastinn hringdi í móður sína fyrir framan Lauren .

„Kærastinn minn hringdi í mömmu sína til að óska henni til hamingju með daginn. Og hljóðið á símanum hans var mjög hátt svo ég heyrði í elsku mömmu segja: „Svo DJ er að koma í bæinn í vikunni?“

Kærastinn lækkaði hljóðið eins hratt og hann gat, en skaðinn var skeður. Lauren hafði séð í gegnum hann og þökk sé tengdamóðurinni gat hún takmarkað tjón sitt og forðað sér frá þessum manni sem reyndist vera froskur.

@llcoolscharf tlktok muted my vldeo for some reason so here it is with sound #why #whywasitmuted #iDidntEvenSwear #single #dating ♬ original sound – Lauren Scharf

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sýndi á sér brjóstin í stúkunni og allt varð snælduvitlaust – „Það eru börn hérna!“ – „Sestu aftur niður tíkin þín“

Sýndi á sér brjóstin í stúkunni og allt varð snælduvitlaust – „Það eru börn hérna!“ – „Sestu aftur niður tíkin þín“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hrottalegt ofbeldi íslenskrar móður vekur óhug – „Það væri kannski bara best fyrir alla að þú myndir bara deyja“

Hrottalegt ofbeldi íslenskrar móður vekur óhug – „Það væri kannski bara best fyrir alla að þú myndir bara deyja“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kona föst í líkama 8 ára barns segir ástarlífið dapurt – „Ég laða bara að mér ræfla og aula“

Kona föst í líkama 8 ára barns segir ástarlífið dapurt – „Ég laða bara að mér ræfla og aula“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hætti með honum í hvatvísi og svona ákvað hún að reyna að vinna hann til baka – „Hann á eftir að hugsa að ég sé algjörlega galin“

Hætti með honum í hvatvísi og svona ákvað hún að reyna að vinna hann til baka – „Hann á eftir að hugsa að ég sé algjörlega galin“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stefnur og straumar í svefnherberginu – Svona verður kynlífs-tískan árið 2022

Stefnur og straumar í svefnherberginu – Svona verður kynlífs-tískan árið 2022