fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
Fókus

Kærði miðilinn fyrir að fjarlægja ekki bölvun af hjónabandinu

Fókus
Mánudaginn 11. október 2021 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er öll vitleysan eins, er stundum sagt. Alveg ótengt því þá ákvað karlmaður í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna að lögsækja miðil fyrir svik. Miðillinn hafði víst ranglega haldið því fram að hún gæti afnumið bölvun sem fyrrverandi kærasta mannsins lagði á hann. Fyrir þetta rukkaði miðillinn hóflegar 668 þúsund krónur.

Mauro Restrepo leitaði því logandi ljósi eftir einhverjum sem gæti aðstoðað hann með hjónaband sitt. Hann gerði því Google-leit að miðlum þann 17. september síðast liðinn. Í gegnum leitina fann hann Sophiu Adams og ákvað að leita til hennar enda kom fram á á síðu hennar að hún væri með doktorsgráðu í markþjálfun.

„Þetta jók traust kæranda á því að hann væri að tala við fagaðila sem gæti aðstoðað hann,“ segir í kærunni sem var lögð fram í dómi á föstudaginn.

Hins vegar kom á daginn að Sophiu þessari var greinilega ekki treystandi þar sem þjónusta hennar bjargaði ekki hjónabandi Mauros. Hann krefst þess því að fá greiddar rúmlega þrjár milljónir í miskabætur frá miðlinum.

Sophia Adams framkvæmdi Tarot-lestur fyrir Mauro og sagði honum þar að hann væri haldinn ólukku. Sophia héld því fram að fyrrverandi kærasta Mauro hefði leitað til nornar og lagt á hann bölvun. Það væri vegna bölvunarinnar sem Mauro væri óhamingjusamur, enda myndi hann og fjölskyldan öll lifa við óhamingju og stöðuga hættu á meðan bölvunin hvíldi á þeim. Ef bölvunin myndi hvíla á þeim áfram myndi það eyðileggja líf Mauros, barna hans sem og hjónaband hans.

Hins vegar bauðst Sophia til að aflétta bölvuninni fyrir litlar 668 þúsund krónur. Hann féllst á það og greiddi strax  131 þúsund krónur til miðilsins og rest myndi hann greiða að verkinu loknu.

„Þrátt fyrir loforð hjálpaði hún hjónabandinu ekki neitt,“ segir í kærunni. Þar kemur einnig fram að vegna ofangreinds glími Mauro nú við angist og kvíða og geti varla sofið.

Er því haldið fram í kærunni að Sophia noti starfsemi sína til að skaða aðra og misnota trú þeirra og traust.

Heimild: BBC

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vilja láta banna hann á YouTube – „Þessi áhrifavaldur er að drepa sig hægt fyrir áhorf“

Vilja láta banna hann á YouTube – „Þessi áhrifavaldur er að drepa sig hægt fyrir áhorf“
Fókus
Í gær

Misheppnaðar fegrunaraðgerðir áhrifavalda

Misheppnaðar fegrunaraðgerðir áhrifavalda
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórdís Elva lætur heimsþekktan fjölmiðil heyra það – „Þið eruð hluti af fokking vandamálinu“

Þórdís Elva lætur heimsþekktan fjölmiðil heyra það – „Þið eruð hluti af fokking vandamálinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræðalega spurningin sem lesbískt par fær nokkrum sinnum í viku

Vandræðalega spurningin sem lesbískt par fær nokkrum sinnum í viku