fbpx
Sunnudagur 28.nóvember 2021
Fókus

Fékk áfall og varð „óglatt“ þegar hún fékk reikninginn frá Salt Bae

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 7. október 2021 10:15

Salt Bae og Gemma Collins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska sjónvarpsstjarnan Gemma Collins segir að henni hafi orðið „óglatt“ eftir að hún þurfti að borga rúmlega 250 þúsund krónur fyrir steik á veitingastað matreiðslumannsins Salt Bae.

Salt Bae hefur undanfarið orðið einn þekktasti matreiðslumaður heims. Nýstárleg aðferð hans við að skera steikur og salta þær kom honum rækilega á kortið árið 2017 þegar myndband af því fór sem eldur í sinu um netheima og hefur hann síðan þá verið þekktur sem undir nafninu Salt Bae.

Salt Bae á hlut í steikhúsum um allan heim sem njóta mikilla vinsælda meðal ríka og fræga fólksins. En þú þarft að vera ansi loðinn um lófanna til að hafa efni á matnum hans Salt Bae, líkt og Gemma Collins komst að á dögunum.

Hún mætti á nýja veitingastaðinn hans í London til að bragða steik frá hinum eina sanna Salt Bae.

Hún leyfði fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með upplifuninni sem hún sagði hafa verið frábæra.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Gemma Collins (@gemmacollins)

„Ég er hérna með Salt Bae í London í kvöld. Ég get ekki beðið eftir þessari gullsteik elskan!“ Sagði Gemma og birti síðan myndband af Salt Bae skera steikina og salta.

„Vá 24 karöt beibí!“

Salt Bae skar einn bita af steikinni og hugðist mata Gemmu með honum þegar hún spurði hvort hann gæti „látið hann detta“ í munn hennar, sem hann gerði.

Gemma sagði að Salt Bae hefði „alveg ótrúlega  orku“ og að „nærvera hans er rafmögnuð og skemmtileg.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Gemma Collins (@gemmacollins)

Hún sagði að upplifunin hefði verið tíu af tíu mögulegum en þessi gleðitilfinning entist ekki lengi.

Í hlaðvarpsþættinum The Gemma Collins Podcast segist hún hafa fengið áfall þegar hún fékk reikninginn í hendurnar.

„Ég var hreinlega í áfalli […] Hún [steikin] kostaði 253 þúsund krónur,“ segir hún og viðurkennir að henni hefði orðið „óglatt“ þegar hún vaknaði næsta dag og rifjaði upp hvað máltíðin hefði kostað.

„Ég missti mig aðeins, en ég get réttlætt þetta því ég hef ekki farið í neitt ferðalag í ár. Ég hef bara verið heima […] Venjulega hefði ég ekki eytt þessum pening en við áttum gott kvöld,“ segir hún.

„Já, við fengum okkur 24 karata gull steik… Mér var smá óglatt. Þetta var ótrúleg upplifun, ég hefði borgað fyrir að hitta hann hvort sem er því ég elska hann og maður fær svona tækifæri bara einu sinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Annálaður fýlupúki vekur eftirtekt á forsíðu jólablaðs – „Þetta er það ógnvænlegasta sem ég hef séð“

Annálaður fýlupúki vekur eftirtekt á forsíðu jólablaðs – „Þetta er það ógnvænlegasta sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Margrét átti í engu sambandi við föður sinn – „Hann vildi ekki leysa málin fyrir dauða sinn“

Margrét átti í engu sambandi við föður sinn – „Hann vildi ekki leysa málin fyrir dauða sinn“