Manst þú eftir Fabio, ítölsku fyrirsætunni með löngu lokkana og bringu eins og hún hafi verið skorin úr stein?
Nú, nánast fjórum áratugum seinna, er hann 61 árs en lítið annað hefur breyst.
Fabio Lanzoni var einu sinni talinn vera kynþokkafyllsti maður í heimi. Hann ákvað að láta reyna fyrir sér sem fyrirsæta og flutti frá Ítalíu til Bandaríkjanna sem unglingur. Hann var gríðarlega vinsæll á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og vakti útlit hans mikla athygli. Hann bar titilinn kyntröll með mikilli sæmd og prýddi bókakápur fleiri en fjögur hundruð ástarsagna. Hann kom einnig fram í kvikmyndum og sápuóperum.
Það mætti segja að hann hafi verið eins konar prins ástarsagna. Því ekki nóg með að Fabio tókst að koma bókum á metsölulista eingöngu með villtu hári sínu og berri bringu sinni, þá byrjaði hann að sjálfur að skrifa rómantískar skáldsögur með aðstoð „leigupenna.“
Lítið hefur heyrst frá Fabio undanfarin ár, en hann er hvergi nær hættur. News.au greinir frá.
Hárið hans er alveg jafn glæsilegt og segist hann sjaldan hafa liðið jafn vel.
„Mér líður vel, meira að segja betur nú en áður,“ segir hann í samtali við News.au.
Fabio segir að það sé tvennt sem hafi áhrif á unglegt útlit hans, hann hreyfir sig reglulega og fylgir hollu mataræði sem inniheldur ekki áfengi.
„Ég var átján ára þegar ég prófaði fyrst vín og ég var ekki hrifinn af þeirri upplifun. Ég var aldrei hrifinn af víni,“ segir hann. Ekki nóg með að þessi fyrrum ítalska fyrirsæta sé ekki hrifin af víni, þá er hann ekki heldur hrifinn af pasta, osti eða gelató. Þess vegna var það ekki erfið ákvörðun að yfirgefa Ítalíu og flytja til Bandaríkjanna.
Fabio hefur búið í Los Angeles undanfarin 32 ár og er að vinna í ýmsum verkefnum. Það kemur kannski fáum á óvart að hann var að gefa út hárvörur.
Fabio hefur aldrei verið giftur en er að leita að ástinni, og segist vonast til að finna ástralska konu til að elska.