fbpx
Þriðjudagur 26.október 2021
Fókus

„Ég hafði lagt allt mitt undir og það var í raun bara hrifsað frá mér“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 2. september 2021 09:08

Linda Pétursdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Linda Pétursdóttir er framan á forsíðu nýjasta tölublaði Vikunnar. Í viðtalinu opnar hún sig um áfallið í kringum lokun Baðhússins og hvaða áhrif það hafði á hana.

Baðhúsið var heilsulind fyrir konur sem Linda hafði rekið í tuttugu ár. En hún sá sig tilneydda til að hætta rekstrinum í desember 2014. Hún segir að það hefði verið mjög erfið ákvörðun að binda endi á reksturinn. „Hjarta mitt var í molum. Það var auðvitað erfitt að kveðja það sem hafði verið ævistarfið mitt til tuttugu ára og ég fann til mikils samviskubits gagnvart viðskiptavinum mínum og starfsfólkinu mínu. Ég hafði lagt allt mitt undir og það var í raun bara hrifsað frá mér. Það var líka erfitt fyrir einstæða móður að standa allt í einu uppi atvinnulaus og vita ekki hvað framtíðin bæri í skauti sér eða hvernig ég hreinlega ætti að geta komist í gegnum þetta. Hvernig ætlaði ég að skapa dóttur minni öryggi þegar búið var að taka allt í burtu?“

Eftir lokun Baðhússins vildi Linda helst sofa allan daginn. „Ég þurfti að vinna mikið í hugsunum mínum og hreinlega ákveða með sjálfri mér hvernig ég ætlaði að fara á fætur á morgnanna og komast í gegnum daginn,“ segir hún.

Sjálfsvinnan byrjaði eftir heimilisofbeldi

Linda byrjaði að setja sér lítið markmið, að fara út í göngutúr með hundinn sinn á hverjum degi. Með tímanum tókst henni að byggja upp sjálfstraustið á ný og hætta sjálfsniðurrifinu. Í kjölfarið fór hún að læra heilsuþjálfun, enda hefur hún lengi haft mikinn áhuga á sjálfsvinnu. „Ég er sólgin í alla þekkingu sem snýr að því að byggja okkur upp sem manneskjur, hvort sem það varðar lífsstíl, vellíðan, viðskipti, fjármál og svo auðvitað dýravernd,“ segir hún.

„Ég hef í rauninni verið að læra lífsþjálfun alveg stanslaust frá því að Baðhúsið sigldi í þrot. Líklega byrjaði þó sjálfsvinnan mín þegar ég fór fyrst í gegnum stóru erfiðleikana, heimilisofbeldi, af hálfu fyrrverandi kærasta míns fyrir áratugum síðan. Að verða fyrir ofbeldi, bæði líkamlegu og andlegu, hafði mikil áhrif á mig og því fylgdi skömm. Maður fer að rífa sjálfan sig niður: „Ég hefði nú átt að vita betur.“ Það felst mikið frelsi í því að ná að vinna sig frá skömminni. Viðbrögð margra voru að skilja ekki hvernig ég, svona sjálfstæð og sterk kona, gæti látið þetta yfir mig ganga. En það fólk skilur þá ekki hvernig ofbeldi virkar og hvaða áhrif það hefur á þann sem fyrir því verður.“

Linda segir að hún verður 52 ára á árinu og hefur aldrei liðið jafn vel. Þú getur lesið viðtalið við Lindu í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Leynilöggan halar inn tugi milljóna og slær 15 ára met

Leynilöggan halar inn tugi milljóna og slær 15 ára met
Fókus
Í gær

Kolbeinn Tumi svarar fyrir þrálátan orðróm – „ Nú er þetta eiginlega komið gott“

Kolbeinn Tumi svarar fyrir þrálátan orðróm – „ Nú er þetta eiginlega komið gott“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir í blóma lífsins greindist með lífshættulegt krabbamein – Safnað fyrir Hákon Einar Júlíusson

Fjölskyldufaðir í blóma lífsins greindist með lífshættulegt krabbamein – Safnað fyrir Hákon Einar Júlíusson
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rómantísk og opinská játning Vesturbæings vekur mikla athygli – „Til þín sem komst inn á Kaffivest áðan“

Rómantísk og opinská játning Vesturbæings vekur mikla athygli – „Til þín sem komst inn á Kaffivest áðan“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er glugginn í alvörunni að snúast? – „Þessi sjónhverfing eyðilagði heilann í mér“

Er glugginn í alvörunni að snúast? – „Þessi sjónhverfing eyðilagði heilann í mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kemur furðulegri kynlífsathöfn til varnar – Gefur kærastanum brjóst í forleik

Kemur furðulegri kynlífsathöfn til varnar – Gefur kærastanum brjóst í forleik
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gunnlaugur barnahjartalæknir hlaut Míu-verðlaunin

Gunnlaugur barnahjartalæknir hlaut Míu-verðlaunin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur „You“ taka eftir sprenghlægilegum mistökum í þáttunum

Aðdáendur „You“ taka eftir sprenghlægilegum mistökum í þáttunum