fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fókus

Páll Óskar treður upp á Kótelettunni

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 4. júní 2021 13:24

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Óskar, Bríet og Herra Hnetusmjör munu troða upp á tónlistarhátíð Kótelettunnar sem haldin verður á Selfossi dagana 9. – 11. júlí. Hátíðin hefur aldrei verið glæsilegri en hátt í 20 tónlistarmenn- og konur munu koma fram á tveim sviðum.

Auk þeirra þriggja munu Stuðlabandið, Sprite Zero Klan, Love Guru, GDRN ásamt hljómsveit, Jói Pé & Króli, DJ Rikki G auk fjölda annara stíga á stokk á hátíðinni.

„Við erum mjög ánægð með valið á listamönnum. Þetta er fjölbreyttur og flottur hópur listamanna sem mun stíga á svið. Eftirvæntingin er gríðarleg,“ segir Einar Björnsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar.

Kótelettan er nú haldin í ellefta skipti. Hátíðin átti að fara fram dagana 11.-13. júní næst­komandi en í ljósi gildandi sóttvarnalaga var ákveðið að færa hana aftur um einn mánuð til 9. til 11. júlí þegar, samkvæmt áætlun stjórnvalda, á að vera búið að aflétta öllum takmörkunum innanlands. Miðasala á hátíðina hefst í dag klukkan 18:00 á www.kotelettan.is þar sem einnig verður hægt að nálgast nánari upplýsingar og dagskrá hátíðarinnar í ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Í gær

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Olli mér gífurlegum vonbrigðum enda tengdi ég ekkert við sögupersónuna Konráð“

„Olli mér gífurlegum vonbrigðum enda tengdi ég ekkert við sögupersónuna Konráð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Komst að því að maðurinn sem hún bjó hjá var dæmdur barnaníðingur

Komst að því að maðurinn sem hún bjó hjá var dæmdur barnaníðingur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óræð skilaboðum nokkrum dögum fyrir sambandsslitin

Birti óræð skilaboðum nokkrum dögum fyrir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“