fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fókus

Sjáðu ótrúlega sjónhverfingu: „Ég held að heilinn minn sé bilaður“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 27. maí 2021 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sálfræðingurinn Dr. Julie Smith er gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlinum TikTok, en þar er hún með hátt í 3 milljónir fylgjenda. Flest myndböndin hennar veita fylgjendum ráð hvað varðar andlegu hliðina, en á dögunum birti hún myndband sem hefur svo sannarlega slegið í gegn. Í því sýnir hún magnaða sjónhverfingu, lætur áhorfendur sjá lit þegar þeir horfa á svarthvíta mynd.

„Ég mun plata heilann þinn í að sjá lit þegar hann er ekki til staðar.“

Til þess að sjónhverfingin virki biður hún áhorfendur um að stara á kross sem er á henni hennar.

Myndbandið hefst svarthvítt, en breytir síðan um lit, yfir í sterka andstæða liti upprunalega óbreytts myndbands. Þegar myndbandið hefst aftur verður það svo aftur svarthvítt, en þrátt fyrir það líður fólki eins og það sé komið í lit.

Mörgþúsund manns hafa nú séð, líkað við myndbandið. Auk þess má finna skemmtilegar athugasemdir fyrir neðan myndbandið. Til að mynda viðurkennir einn TikTokari að hann haldi að mikilvægasta lífærið sé bilað. „Ég held að heilinn minn sé bilaður.“

Hér að neðan má sjá myndbandið, en athugið, til þess að áhrifin komi fram þarf að horfa á það tvisvar í röð.

@drjuliesmith🤔 Did you see colour? How long for & what stood out most? Try it with the brightness turned up for max effect! ##learnontiktok ##illusion ##psychology♬ Say So (Instrumental Version) [Originally Performed by Doja Cat] – Elliot Van Coup

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“