fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Páll Óskar rifjar upp samtalið við manninn sem dreifði nektarmyndunum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 19. apríl 2021 10:35

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson skilaði skömminni á laugardaginn og birti myndir af sér á Facebook sem óprúttinn aðili var að dreifa um samfélagsmiðla. Páll Óskar sendi myndirnar á manninn í trúnaði í gegnum stefnumótaforritið Grindr. Á myndunum er hann nakinn.

„Fávitinn, sem ég sendi þessar myndir í trúnaði á Grindr og er nú að dreifa þeim út um allt – til að fá mig til að skammast mín fyrir að hafa líkama og lifa kynlífi – er rúmlega 30 árum of seinn!“ sagði söngvarinn í færslunni.

Páll Óskar var í viðtali á K100 í morgun til að ræða um málið. Honum sagðist vera létt eftir að hafa birt myndirnar sjálfur. „Það var þungu fargi af mér létt um leið og ég var búinn að ýta á „send“ og sleppa tökunum af þessu,“ sagði hann í morgunþættinum Ísland vaknar í morgun.

Páll Óskar fékk mjög jákvæð viðbrögð við myndbirtingunni. Hann segir að hann hafði samband við fjölskyldu og vini og lét þau vita áður en hann birti myndirnar. „Viðbrögðin voru öll bara „go Palli“ og nákvæmlega skila skömminni þar sem hún á heima. Vegna þess að skömmin var aldrei hjá mér. Skömmin er aldrei hjá þeim sem treystir. Skömmin er hjá þeim sem brýtur traustið, brýtur trúnaðinn.“

Rifjar upp samtalið

Páll Óskar rifjar upp samtalið við manninn sem hann átti fyrir einu og hálfu ári síðan. Hann segir að maðurinn hafi talað góða íslensku og hafi yfir heildina komið vel fyrir. Hann segir að maðurinn hafi stungið upp á því að þeir myndu skiptast á myndum deginum eftir að þeir byrjuðu að tala saman. „Hann sendir mér einhverjar þrjár myndir og ég sendi til baka þrjár myndir og nokkrum sekúndum síðan að þá hvarf hann, eins og hann hefði blokkað mig eða það kom bara einhver melding „this profile is no longer available.“ Þarna fékk ég hnút í magann, þarna leið mér eins og ég hefði bara hlaupið fyrsta apríl,“ segir hann.

Fyrir ári síðan frétti Páll Óskar að myndirnar af honum voru í dreifingu. Hann fékk engar hótanir eða ógnandi skilaboð vegna myndanna. „Það eina sem gerist er að ég tek eftir því að myndirnar fara á flug og þær poppa mikið upp  á messenger spjalli inn á lokuðum síðum í lokuðu spjalli hjá fólki og Facebook og Snapchat. Ég hugsa með mér hvað á ég að gera? Á ég að skammast mín, finn ég fyrir einhverri skömm gagnvart sjálfum mér? Nei. Skammast ég mín fyrir að vera hommi, skammast ég mín fyrir að vera á Grindr, fyrir það hvernig ég lít út, eða að ég sé með rass, eða að ég vilji stunda kynlíf? Bara svarið við öllu ofangreindu er nei, ég get ekki skammast mín fyrir neitt af þessu það kemur ekki til greina.“

Því miður veit Páll Óskar ekki hver þetta var sem dreifði myndunum þar sem aðilinn villti á sér heimildir. Hann segir að ef hann vissi hver þetta væri þá myndi hann ekki hika við það að kæra.

Hlustaðu á allt viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi