fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Fókus

Stjúpdóttir Kamölu Harris komin á samning hjá fyrirsætuskrifstofu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 29. janúar 2021 09:04

Ella Emhoff. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ella Emhoff, stjúpdóttir varaforseta Bandaríkjanna Kamölu Harris, er komin á samning hjá umboðsskrifstofu.

Það er vika síðan Ella vakti athygli á innsetningarathöfn Joe Biden forseta Bandaríkjanna og stjúpmóður sinnar, Kamölu Harris varaforseta Bandaríkjanna. Nú er hún komin á samning hjá IMG Models, New York Times greinir frá.

Ella Emhoff við innsetningarhátíðina. Mynd/Getty

Margar af stærstu fyrirsætum heims eru eða hafa verið á skrá hjá IMG Models, eins og Kate Moss, Miranda Kerr, Gigi Hadid og Hailey Bieber.

„Þetta snýst ekki lengur um lögun, stærð eða kyn lengur,“ sagði Ivan Bart, forstjóri IMG Models, um nýjustu viðbótina stofuna. Hann sagði að neytendur dragist að fólki sem er það sjálft, fólki sem einlægt.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by ella emhoff (@ellaemhoff)

Áhugi IMG Models kom Ellu verulega á óvart. „Ég var frekar hissa þegar IMG hafði samband, því það var aldrei í kortunum hjá mér að vera fyrirsæta þegar ég var yngri,“ sagði Ella við New York Times.

„Ég, eins og svo margar aðrar ungar stelpur, hef átt erfitt með sjálfsímynd. Það er ógnvekjandi að fara út í heim sem er svo einblíndur á þig og líkama þinn,“ sagði hún og bætti við að hún sér sig sem meira en einhver gína og að hún væri spennt að vera „hluti af breytingunni“.

Ella Emhoff er dóttir Douglas Emhoff, eiginmanns Kamölu Harris. Hún er 21 árs og er með þó nokkur tattú sem hún eða vinir hennar hafa gert. Þar til nýlega var hún að selja eigin hönnun á EllaEmhoff.com.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by ella emhoff (@ellaemhoff)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Dramatík í menningarheimum: Systrabönd líkt og afbökun á eigin verki – „Einsog hefði verið sparkað í magann á mér“

Dramatík í menningarheimum: Systrabönd líkt og afbökun á eigin verki – „Einsog hefði verið sparkað í magann á mér“
Fókus
Í gær

„Dildódrottning Íslands“ var partur af sértrúarsöfnuði – „Smátt og smátt fór ég að hafa sterkari skoðanir“

„Dildódrottning Íslands“ var partur af sértrúarsöfnuði – „Smátt og smátt fór ég að hafa sterkari skoðanir“
Fókus
Í gær

„Ég var í Vottum Jehóva þangað til að ég var fimmtán ára og þekkti ekkert annað“

„Ég var í Vottum Jehóva þangað til að ég var fimmtán ára og þekkti ekkert annað“
Fókus
Í gær

Heldur endurtekið framhjá kærastanum sínum til sex ára – Segir að þetta sé ástæðan fyrir framhjáhaldinu

Heldur endurtekið framhjá kærastanum sínum til sex ára – Segir að þetta sé ástæðan fyrir framhjáhaldinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mögnuð breyting á viðlagasjóðshúsi í Grindavík – Sjáðu „fyrir og eftir“ myndirnar

Mögnuð breyting á viðlagasjóðshúsi í Grindavík – Sjáðu „fyrir og eftir“ myndirnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gísli Marteinn syrgir hundinn sinn – „Við söknum hans svo ótrúlega mikið“

Gísli Marteinn syrgir hundinn sinn – „Við söknum hans svo ótrúlega mikið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

5 algengar typpastærðir og hvernig á að nota þær

5 algengar typpastærðir og hvernig á að nota þær
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segist hafa verið neydd til að taka þátt í nektarmyndatökunni

Segist hafa verið neydd til að taka þátt í nektarmyndatökunni