fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fókus

Gunnar kemur upp um sprenghlægileg mistök í Eurovision-myndinni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 22. september 2020 12:25

Gunnar Cauthery. Mynd/Cai.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Gunnar Cauthery er Íslendingur í móðurætt en er fæddur og uppalin í Bretlandi. Hann er búsettur um þessar mundir í Bretlandi en langar að flytja til Íslands.

Gunnar byrjaði leiklistaferil sinn á Íslandi þegar hann var þrettán ára gamall. Hann lék Roland í kvikmyndinni Benjamín dúfa, sem kom út árið 1995.

Síðan þá hafði hann ekki leikið hérlendis, þar til í fyrra þegar hann fór með lítið hlutverk í myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, sem naut gríðarlega vinsælda á Netflix. Hann segir frá stórkostlegum mistökum sem áttu sér stað á tökustað.

„Ég skrapp til Húsavíkur í fyrra til að leika smáhlutverk í myndinni Eurovision. Síðan lék ég í öðru atriði sem var tekið upp í kvikmyndaveri hér í Bretlandi. Það var búið að dressa settið eins og það væri tónlistarkennslustofa í Húsavík. Það leit mjög vel út. Það var ýmislegt upp á vegg, myndir og texti á íslensku. Allt bara mjög fínt, pottþétt. En það voru ein mistök, smá missklilningur kannski […] Það voru myndir uppi á vegg af nótum og það stóð undir nótunum hvað þær hétu á íslensku. Það stóð: „Heil nóta“, „hálf nóta“, „fjórðaparts nóta“ og „man þetta ekki á íslensku,““ segir Gunnar í myndbandi frá CAI.

„Ég ákvað að segja ekki neitt og þessi sena endaði sem betur fer á klippigólfinu.“

Ísland kallar á hann

Gunnari langar að flytja til Íslands. „Ísland kallar alltaf til mín. Mig langar mjög mikið til að vinna á Íslandi og bara vera á Íslandi. Sérstaklega eftir að ég varð pabbi. Ég á tveggja ára dreng sem heitir Ívar, hann spjallar heilmikið á íslensku og skilur miklu meira. Hann segir alltaf: „Sjáumst sneinna“ þegar hann kveður afa og ömmu. Og mig blóðlangar til að gefa honum tækifæri til að vera á Íslandi og læra tungumálið og bara vera þar,“ segir Gunnar. Gunnar hefur verið að gera það gott erlendis og leikið meðal annars í sjónvarpsþáttunum Mars og The Demon Headmaster auk þess sem hann ku vera með spennandi járn í eldinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“