fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Rikki G sagði valdeflandi lag fyrir konur vera ógeð – „Þetta er viðbjóður“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 17:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hlustum á þetta ógeð í smá stund,“ sagði útvarpsmaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, oftast þekktur sem Rikki G, í þætti dagsins af Brennslunni á FM957.

„Spilun eða bilun“ er liður í Brennslunni þar sem ný lög eru spiluð og hlustendum er gefið færi á að hringja inn og ákveða hvort lagið eigi að fara í spilun á útvarpsstöðinni. Egill Ploder, einn af stjórnendum þáttarins, lagði til að lagið WAP með tveimur frægustu rappkonum heims, þeim Cardi B og Megan Thee Stallion, yrði sett í spilun.

Rikki var allt annað en sáttur með þessa uppástungu Egils og vildi helst ekki spila lagið. Á endanum náði Egill að sannfæra hann um að spila bút úr laginu og sagði Rikki þá að lagið væri ógeð en það yrði spilað í smá stund. „Ég er aldrei að fara að setja þetta í spilun,“ sagði Rikki eftir að hafa hlustað á fyrstu sekúndur lagsins.

Egill sagði þá að það væri í höndum hlustenda að ákveða hvort lagið færi í spilun eða ekki. Fyrstu tveir sem hringdu inn sögðu að lagið ætti að fara í spilun en Rikki gerði ráð fyrir því að hlustendurnir væru að segja það í gríni og gerði grín að svörunum. „Já er það? Er spilun? Vá hvað það er skrýtið..“ sagði Rikki með grínrödd.

Þá hringdi annar hlustandi inn og sagðist vera sammála Rikka. „Þetta er viðbjóður,“ sagði hlustandinn. Rikki tók undir og spurði hvort Cardi B og Megan Thee Stallion hefðu í alvörunni fengið greitt fyrir þetta. Að lokum kusu hlustendur að lagið færi ekki í spilun. „Ég hef aldrei verið jafn feginn á ævinni,“ sagði Rikki þá. „Cardi B er ekki á leiðinni hingað í spilun með þetta lag og ekki líklegt að hún fari með fleiri lög, bara yfir höfuð.“

„Tilraun til þess að endurheimta kynferðislega löngun kvenna – frá sjónarhorni þeirra“

WAP stendur fyrir „Wet Ass Pussy“ og hefur vakið mikla athygli fyrir erótískan og klámfenginn texta. Hafa margir gagnrýnt lagið og rappkonurnar harðlega fyrir að gera lag sem er svona kynferðislegt.

Þrátt fyrir mikla gagnrýni þá hefur lagið einnig fengið mikið lof. Síðan rappsenan ruddi sér til rúms hafa karlar ávallt verið meira í sviðsljósinu en konur. Þá hefur oft verið rætt um klámfenginn og kynferðislegan texta hjá karlkyns röppurum en hann þykir oft vera niðrandi í garð kvenna.

Anthony Fantano, einn vinsælasti tónlistargagnrýnandi alnetsins, ræddi lagið á YouTube rás sinni nýverið. Þar sagði hann meðal annars að lengi sé það búið að tíðkast að rapplög fjalli um kynlíf og þá oft hvernig rapparinn er með völdin í kynlífinu. Í þessu lagi eru þessar sömu aðstæður hins verið sagðar frá sjónarhorni hópsins sem hefur yfirleitt verið undir í lögunum, konum.

„Þetta lag er í rauninni tilraun til þess að endurheimta kynferðislega löngun kvenna – frá sjónarhorni þeirra,“ segir Fantano meðal annars. „Nú virðist vera sem raddir sem hafa áður ekki heyrst séu komnar með vettvang til að segja sína hlið.“

Ekki náðist í Rikka G við gerð fréttarinnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“