fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Þáttastjórnandi Hringbrautar í sóttkví sendir út heiman frá sér –  Hefur mestar áhyggjur af háværum heimilisketti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 17:35

Linda sendir út heiman frá sér. Skjáskot Hringbraut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint hefur verið frá í fréttum undanfarið hefur stór hluti starfsfólks hjá Torgi verið sent heim í sóttkví eftir að smit greindist hjá starfsmanni. Torg rekur fjölmiðlana Fréttablaðið, DV og Hringbraut.

Þetta tímabundna ástand hefur engin áhrif á útgáfu og birtingar en kostar aðlögunarhæfni hjá stórum hluta starfsmanna.

Linda Blöndal, annar stjórnandi frétta- og umræðuþáttarins 21 á Hringbraut, er ein af þeim sem skikkuð eru í sóttkví og sendir út þáttinn nú heiman frá sér úr stofunni sinni í Kópavoginum.

„Zoom tölvusamskiptakerfið er orðið landsmönnum mjög tamt og þess vegna notum við það. Ég breytti bara stofunni heima og átti alvarlegt samtal við heimilisköttinn um að hafa aðeins lægra um þessar mundir enda vel dekruð læða sem mjálmar hátt og mikið á stundum,“ segir Linda í spjalli við DV.

Hraðar hendur þurfti til að koma þættinum í loftið vegna þess að Linda var skikkuð í sóttkví þótt svo hafi reynst að hún mælist ekki eftir skimun með vírusinn.

Læðan Spotta

„Ég óttaðist að hávært spjallið í henni Spottu minni færi inn í upptöku á fyrsta viðtalinu við fulltrúa Rauða krossins en hugsaði þó sem svo að það þætti áhorfendum bara skemmtilegt. Þó má blessunin ekki yfirgnæfa alvarleg viðtöl, ónei,“ segir Linda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni