fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

„Margir feður sem teldu það tómt rugl að hætta í skóla til þess að láta berja sig“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 11. ágúst 2020 10:04

Skjáskot - Feðgarnir Haraldur og Gunnar í hlaðvarpinu hans Sölva

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bardagakappinn Gunnar Nelson og faðir hans Haraldur Nelson voru gestir í podcasti Sölva Tryggvasonar. Þar fjölluðu þeir um feril Gunnars sem bardagakappa og hvað leiddi til þess að hann færi þá óvenjulegu leið. Í viðtalinu er greint frá því hvernig Gunnar hætti í menntaskóla, en það gerði hann á meðan að Haraldur var erlendis.

„Hann var alltaf fínn námsmaður og svona, en hann notaði tækifærið og hætti í menntaskóla á meðan ég var úti og tilkynnti mér það þegar ég kom heim. Það var haldinn fjölskyldufundur í kjölfarið,”

Haraldur segist hafa fundið að Gunnari væri alvara með því að ná langt í íþróttinni og því hafi ekkert annað komið til greina en að styðja við bakið á honum. Gunnar segir að það sé alls ekki sjálfgefið að foreldrar sjái hlutina með sömu augum og pabbi hans og mamma.

„Ég hugsa að það væru margir feður sem teldu að það tómt rugl að hætta í skóla til þess að láta berja sig í einhverju búri,“

Gunni vill meina að rektor Menntaskólans við Sund eigi stóran þátt í þessari ákvörðun sinni, þar sem hann fékk hann til að hugsa sinn gang.

„Hann boðaði mig á fund af því ég var búinn að mæta svo illa, af því ég var bara alltaf á æfingum og eitthvað svona. Mér gekk svo sem ágætlega og náði prófum þótt ég væri ekkert að sinna þessu. Á fundinum sagði hann: „Þú þarft að fara að hugsa þinn gang vinur minn og ákveða hvað þú vilt gera” og ég man að ég hugsaði að þetta væri bara hárrétt hjá honum og ég sagði honum að ég væri hættur.”

Þá ræða þeir feðgar upphafið í UFC (bardagasamtökin sem Gunnar berst í) og hvernig gekk að velja inngöngulag fyrir bardaga hans, en forseta UFC, Dana White leist ekki vel á lagið Leiðin okkar allra, með Hjálmum.

„Þegar Gunni átti fyrsta bardagann sinn í UFC þá er það þannig að Dana White fer yfir öll lögin og hann sagði bara nei við Hjálmum. Honum fannst það ekki nógu rokkað og hann vildi að við myndum senda honum þrjú eða fjögur önnur lög. Við sendum honum bara íslensk lög, Bubba og Quarashi og eitthvað sem Gunni valdi,”

„Við héldum að það myndi heyrast eitthvað allt annað lag, en síðan þegar við erum að labba inn þá kom bara lagið með Hjálmum, sem var alltaf lagið sem við ætluðum að velja.”

Í þættinum er fjallað um margt fleira, til dæmis sambandið við ofurstjörnuna Conor McGregor. Hann má sjá hér að neðan:

https://www.youtube.com/watch?v=n6OJEd4wEb4&t

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni