Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, greinir frá því dag á Facebook að hún og unnusti hennar Rafal Orpel eigi von á erfingja í febrúar.
Parið fór í 12 vikna skoðun í dag og reyndist erfinginn þar við hestaheilsu.
„Kæru vinir og fjölskylda,
Við Rafał eigum von à litlu kríli í febrúar! Við vorum í tólf vikna skoðun í dag þar sem litli Píratinn spriklaði og sparkaði í fullu fjöri og virðist við hestaheilsu 😁
Við hjónaleysin erum himinlifandi með bumbubúann og hlökkum til að taka að okkur nýtt hlutverk í lífinu saman“
Fókus óskar Þórhildi og Rafal til hamingju með væntanlega viðbót.