fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
Fókus

Linda P um fyrirsætutímabilið – ,,Stanslaust snert og klipin í rassinn”

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 12:30

Linda Pétursdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Linda Pétursdóttir, fegurðardrottning og athafnakona, er viðmælandi Sölva Tryggvasonar í nýjasta þætti af hlaðvarpi þess síðarnefnda. Þar ræða þau Sölvi og Linda um allt milli himins og jarðar.

Í viðtalinu segir Linda meðal annars sögur af tímabilinu eftir að hún vann titilinn ungfrú alheimur, eða ,,Miss World”, og tímabilinu þegar hún vann sem fyrirsæta. Ef hún ætti að velja hvor lífsreynslan væri betri fyrir dóttur hennar er hún ekki í nokkrum einasta vafa:

,,Ég myndi alveg leyfa dóttur minni að keppa í Miss World, en hitt er ég ekki svo viss um…það er allt annar lífsstíll, allt of mikið í boði og mikið hættulegra,” segir Linda.

Hún segir að Tókýó hafi verið skrýtnasti staðurinn þegar kom að því hve mikið var í boði fyrir hana sem unga konu.

,,Þetta er ekki bannað innan 16, þannig að ég ætla ekki að segja þér sögur þaðan,” segir Linda

Það hafi verið mjög sérstök reynsla að vera þar sem ung fyrirsæta og Mílanó á Ítalíu hafi líka verið erfiður staður fyrir unga konu í þessum bransa á þessum tíma. Sérstaklega hvað varðaði viðhorf karlmanna gagnvart konum.

,,Þú stendur í einhverjum þröngum strætó og þeim finnst bara mjög eðlilegt að klipa þig í rassinn,” segir Linda meðal annars um reynsluna sína þaðan.

Í viðtalinu segir Linda að það hafi verið meðal annars reynsla hennar úr Mílanó og Japan sem kveikti hugmyndina af Baðhúsinu, sem hún rak í 20 ár. Í Japan hafi hún farið í baðhús sem var bara fyrir konur og þar leið henni vel. Slíkt var ekki í boði á Íslandi. Linda hafði ekki lyst á því að leggja stund á líkamsrækt á blönduðum stað þar sem hún upplifði athygli frá karlmönnum sem hún kærði sig ekki um.

„Mig langaði ekki að fá þessa athygli frá mönnum þegar ég er bara þarna að hugsa um sjálfa mig. Þetta er tími fyrir mig og mína sjálfsrækt, ekki fyrir einhverja karlmenn að glápa á mig.“

Baðhúsið hafi verið lausn við þessu. Vettvangur fyrir konur þar sem þær gátu verið þær sjálfar í þægilegu og notalegu umhverfi.

Linda hefur upplifað ótrúlega margt og i viðtalinu við Sölva ræðir hún um það hvernig var að fara í ,,bisness” sem ung kona á tímum þegar það þótti alls ekki sjálfsagt, þegar hún stofnaði Baðhúsið, tímabilið eftir að ævisagan kom út og lífið hennar í dag.

Viðtal Sölva við Lindu má sjá hér:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Var að læra að taka bossa speglamynd 24 ára“

Vikan á Instagram: „Var að læra að taka bossa speglamynd 24 ára“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svala Björgvins einhleyp á ný

Svala Björgvins einhleyp á ný
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Líkið fyrir utan dyrnar

Sakamál: Líkið fyrir utan dyrnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Besta hámhorfið í sumarrigningunni

Besta hámhorfið í sumarrigningunni
Fókus
Fyrir 1 viku

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“
Fókus
Fyrir 1 viku

„Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar“

„Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar“
Fókus
Fyrir 1 viku

Ásrún og Atli stunduðu kynlíf fyrir framan myndavél – „Þetta var aldrei leikið eða performerað“

Ásrún og Atli stunduðu kynlíf fyrir framan myndavél – „Þetta var aldrei leikið eða performerað“
Fókus
Fyrir 1 viku

Ed Sheeran opnar sig um lágpunktinn – „Þetta er gaman til að byrja með svo fer þetta að verða sorglegt“

Ed Sheeran opnar sig um lágpunktinn – „Þetta er gaman til að byrja með svo fer þetta að verða sorglegt“