fbpx
Fimmtudagur 02.apríl 2020
Fókus

Eva segir drykkjulausan lífsstíl vera að aukast: „Það er svo geggjað að vera með kollinn í lagi“

Fókus
Laugardaginn 22. febrúar 2020 21:00

Eva Ruza er algjör gleðipinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sífellt fleiri velja sér vímuefnalausan lífsstíl. DV tók saman nokkur dæmi um þekkt einstaklinga sem eru sammála um að lífið sé skemmtilegra án Bakkusar. Samfélagsmiðlastjarnan Eva Ruza Miljevic telur sig heppna að hafa aldrei tekið fyrsta sopann.

Þetta er brot úr lengri umfjöllun DV

„Ég leiði hugann mjög oft að þeirri staðreynd, hvað ég er ánægð með þessa ákvörðun mína,“ segir Eva. „Það var engin sérstök ástæða fyrir því að ég ákvað að drekka ekki, nema kannski sú að ég vildi ekki missa stjórn á aðstæðum eða sjálfri mér. Svo fór mér með tímanum að finnast það mjög töff að geta sagst aldrei hafa drukkið. Ég tók þátt í öllu félagslífi í menntaskóla og grunnskóla, mátti ekki missa af neinu. Var í skemmtinefndum og tyllidaganefndum, skemmti mér um helgar með vinkonum mínum, og gerði það allt saman edrú.

Fyrst þegar margir voru að byrja að fikta við að drekka, þá fann ég að sjálfsögðu fyrir pressu eins og allir hinir. En sú pressa kom aldrei frá mínum nánustu vinkonum. Þær sýndu mér mikinn skilning og þrýstu aldrei á mig, og er ég alltaf þakklát fyrir það. Hins vegar finnst mér í dag þegar fólk heyrir að ég drekki ekki, þá geri það alltaf ráð fyrir því að ég sé óvirk. Sem mér finnst alltaf smá skrítið en að mínu mati er drykkjulaus lífsstíll að aukast og sem betur fer finnst mér sífellt fleiri velja sér þann lífsstíl, hvort sem það er frá upphafi eins og ég, eða eftir að liðið er á. Mér finnst líka fleiri flottar fyrirmyndir vera komnar í sviðsljósið og ég vona að ungir krakkar í dag horfi upp til þeirra, því það er svo geggjað að vera með kollinn í lagi. Ég hef alltaf verið mjög opin með þessa ákvörðun mína og vonaði innst inni að hún myndi skila sér alla leið í eitthvert ungt hjarta. Þess vegna þykir mér extra vænt um þegar ég heyri af einhverjum sem vill ekki drekka – út af mér. Mér þykir ótrúlega vænt um það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

10 kostulegustu Facebook-hóparnir á Íslandi

10 kostulegustu Facebook-hóparnir á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jesús, djöfullinn og Björn – Mikil leynd hvílir yfir kvikmyndinni

Jesús, djöfullinn og Björn – Mikil leynd hvílir yfir kvikmyndinni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yfirmenn Reebok Fitness bornir þungum sökum – „Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær slysin gerast“

Yfirmenn Reebok Fitness bornir þungum sökum – „Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær slysin gerast“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta er manneskjan sem ber ábyrgð á öllum óþolandi Tik Tok-dönsunum sem barnið þitt elskar

Þetta er manneskjan sem ber ábyrgð á öllum óþolandi Tik Tok-dönsunum sem barnið þitt elskar
Fókus
Fyrir 1 viku

Ráð fyrir fjölkært fólk til að díla við COVID-19 – „Fyrir fólk sem á fleiri en einn maka getur verið mjög erfitt að vera í sóttkví“

Ráð fyrir fjölkært fólk til að díla við COVID-19 – „Fyrir fólk sem á fleiri en einn maka getur verið mjög erfitt að vera í sóttkví“
Fókus
Fyrir 1 viku

Leifur, níu ára, segir slæmt að eiga afmæli í dag og hlakkar til þess að kórónuhelvítinu ljúki – „Eins og hjá frænku minni sem á afmæli 11. september“

Leifur, níu ára, segir slæmt að eiga afmæli í dag og hlakkar til þess að kórónuhelvítinu ljúki – „Eins og hjá frænku minni sem á afmæli 11. september“