fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Íslensk stefnumótamenning veldur miklum áhyggjum: „Svo óhugnanlegt að ég loka mig örugglega inni í herbergi að eilífu“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 10. febrúar 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur einstaklingur sem nú stundar masters-nám við Háskóla ‚Íslands lýsir áhyggjum sínum af Íslenskri stefnumótamenningu í færslu á Reddit.

„Ég er bandarískur nemandi sem mun að öllum líkindum vera hér í tvö ár til að vinna að masternámi í Háskóla Íslands. Ég hef talsverða reynslu þegar að kemur að stefnumótum Í Bandaríkjunum, en þau hafa reynst mér mjög vel, en öll myndböndin og greinarnar sem ég hef lesið um stefnumót á íslandi segja „Sofið hjá fyrst, kynnist síðar.“ Í allri hreinskilni þá er þetta mjög kvíðaaukandi tilhugsun fyrir mig. Svo óhugnanlegt og fráhrindandi að ég loka mig örugglega inni í herbergi að eilífu. Treystið mér, ég hata ekki kynlíf, en sem Ameríkani sem ólst upp á púritanísku heimili þá er þetta allt annar lífsstíll. Ég heyri líka mikið um að „rómantíkin sé dauð“ og að fólk sé alltof raunsætt og fleira. Er þetta satt eða bara steríótýpan?“

Færslan hefur fengið fjölda viðbragða þar sem því er haldið fram að ekki sé hægt að alhæfa um lýsinguna. Einn segir að um sé að ræða brellu til að selja bækur, en öðrum finnst íslenska/evrópska stefnómótamenningin kjörin til fyrir Bandaríkjamenn til að prófa sig áfram.

„Þetta er aðallega lygi sem flagarar nota til að selja bækur. Ég er ekki að segja að það sé ekki mikið um hversdagslegt kynlíf og þannig legað. En fullt af fólki deitar og ég myndi segja að það væri frekar eðlilegt. Ég myndi bara mæla með stefnumótaöppum og þessu hefðbndna, gangi þér vel!“

„Allt í lagi, þú ert að flytja til Evrópu í tvö ár. Þetta er fullkomið tækifæri til að víkja frá púritaníska uppeldinu og öðrum amerískum kynferðis-hefðum. Njóttu þín!“

„Íslensk stefnumótamenning er engin einstefna. Það eru algjörlega tækifæri hér og þar til að fara amerísku deit-leiðina (Fara út að borða, spjalla og sjá hvort þið tengið við hvort annað áður en þið gangið lengra. Drykkjumenningin hérna er líka gjörólík (þó hún sé skárri núna en fyrir nokkrum árum). Fullt af Íslendingum hella mikið í sig um helgar og fara niðrí bæ til að drekka og fara heim með einhverjum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni