fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Sunneva og Birta tóku ummæli frá lesanda DV og breyttu þeim í búning

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 3. nóvember 2020 14:10

Sunneva og Birta. Mynd/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldarnir Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir eru með hlaðvarpsþáttinn „Teboðið“. Í þætti, sem var birtur síðasta föstudag – á sjálfri hrekkjavökunni – klæðast þær búningum og útskýra merkingu þeirra.

Þær eru klæddar sem aðalpersónur kvikmyndarinnar „Dumb and Dumber“ og fengu innblástur frá engum öðrum en lesanda DV.

Nokkrum vikum fyrir hrekkjavökuna sáu þær grein um sig og þáttinn á DV. Þær skoðuðu greinina og segja að „einhver meistari“ hafi „kommentað opinberlega á DV fréttina“ um þær:

„Alvöru femenískt Dumb and Dumber þættir.“

„Um leið og við sáum [ummælin] þá ákváðum við hvað við ætluðum að vera á hrekkjavökunni,“ segir Sunneva.

Þær nefndu þáttinn einnig eftir ummælunum.

„Þetta var bara ótrúlega góð hugmynd hjá honum,“ segir Birta og tekur Sunneva undir. Þær segjast ekki vera móðgaðar yfir skrifum lesandans heldur þyki þetta bara fyndið.

Sunneva hefur einnig gert TikTok-myndband um málið sem má sjá hér að neðan.

@sunnevaeinarsWell, he aint wrong 🤷🏼‍♀️ @tebodid ##halloween ##dumbanddumber ##fyp ##halloweenlook ##foryou♬ Oh, Pretty Woman – Roy Orbison

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Fyrir 4 dögum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“