fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
Fókus

Ekki í fyrsta skipti sem J.Lo hermir eftir Beyoncé – og öfugt

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jennifer Lopez var sökuð um að stela stílnum af Beyoncé fyrir tónlistaratriði sitt á Americans Music Awards á sunnudagskvöldið.

Klæðnaður J.Lo minnir óneitanlega á klæðnað Beyoncé í tónlistaratriði hennar á Grammy-verðlaunahátíðinni árið 2014. Mörgum þótti hár og atriðið í heild sinni, þá sérstaklega dansinn, líkjast atriði Beyoncé frá 2014. J.Lo notaði, líkt og Beyoncé, stól í sínu atriði.

Það getur að sjálfsögðu verið hreinlega um tilviljun að ræða. Samkvæmt DailyMail var atriði J.Lo innblásið af söngleiknum Chicago.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem J.Lo virðist fá innblástur frá Beyoncé, og öfugt. The Sun greinir frá.

Pallíettukjóll.

Árið 2005 klæddist Beyoncé rauðum pallíettukjól á tónleikum, Jennifer Lopez klæddist svipuðum kjól sjö árum síðar.

Í svipuðu pilsi.

Hér var Jennifer Lopez á undan. J.Lo klæddist pilsinu árið 1999 á Billboard Music Awards. Beyoncé klæddist svipuðu pilsi á tónleikum í Flórída árið 2004.

Thierry Mugler kjóll.

Enn og aftur var J.Lo hér innblásturinn og er þetta ekki aðeins svipaður kjóll, heldur nákvæmlega sami kjóllinn frá franska hönnuðinum Thierry Mugler.

J.Lo klæddist honum á Cannes kvikmyndahátíðina árið 1998. Beyoncé var í honum í tónlistarmyndbandi tíu árum seinna.

Sami loðfeldur.

Þær stöllurnar hafa greinilega svipaðan smekk og eiga sama loðfeldinn. J.Lo sást í honum árið 2003 og Beyoncé þremur árum seinna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 10 vísbendingar um að kona sé að daðra við þig

Afhjúpar 10 vísbendingar um að kona sé að daðra við þig
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klikkuðustu beiðnirnar sem hún hefur afgreitt á OnlyFans – „Hafið þið heyrt um Fruit Looping?“

Klikkuðustu beiðnirnar sem hún hefur afgreitt á OnlyFans – „Hafið þið heyrt um Fruit Looping?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bruce Willis rekinn úr verslun fyrir að neita að vera með grímu

Bruce Willis rekinn úr verslun fyrir að neita að vera með grímu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tengdamæður frá helvíti – „Hún kenndi tveggja ára barninu mínu að kalla mig tík“

Tengdamæður frá helvíti – „Hún kenndi tveggja ára barninu mínu að kalla mig tík“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þess vegna deilir Páll Óskar aldrei myndum af heimilinu sínu

Þess vegna deilir Páll Óskar aldrei myndum af heimilinu sínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nicole Kidman afhjúpar „óhugnanlegar“ aukaverkanir sem hún upplifði eftir leik

Nicole Kidman afhjúpar „óhugnanlegar“ aukaverkanir sem hún upplifði eftir leik
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gerður selur kynlífstæki fyrir meira en milljón á hverjum degi – „Þarna kom þetta augnablik“

Gerður selur kynlífstæki fyrir meira en milljón á hverjum degi – „Þarna kom þetta augnablik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Beðmál í borginni snúa aftur – „Hvar eru þau núna?“

Beðmál í borginni snúa aftur – „Hvar eru þau núna?“