fbpx
Mánudagur 10.maí 2021
Fókus

Greip eiginmann sinn glóðvolgan með móður sinni – „Ég er niðurbrotin“

Fókus
Þriðjudaginn 17. nóvember 2020 21:35

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona leitar ráða til Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun. Hún greip eiginmann sinn glóðvolgan í rúminu með móður sinni.

Konan er 23 ára og eiginmaður hennar er 28 ára. Þau eiga saman þrjú börn og hafa verið gift í sjö ár.

„Eiginmaður minn og móðir mín hafa verið að sofa saman í laumi. Ég er niðurbrotin,“ segir hún.

„Ég varð ólétt af fyrsta barninu okkar þegar ég var aðeins sextán ára. En við elskuðum hvort annað og hann sagðist vera tilbúinn að stofna fjölskyldu. Ég held að hann hafi verið að segja satt, en þetta hefur reynst honum erfiðara en hann hélt. Hann fer oft út að drekka með vinum sínum. Lífsstíll hans breyttist lítið en minn er allt öðruvísi. Ég var að hugsa um eitt barn þegar ég var sautján ára, tvö börn fyrir tvítugt og yngsta barnið okkar er eins og hálfs árs.“

Konan segir að eiginmaður hennar hafi mikinn áhuga á kynlífi en hennar hafi dvínað eftir annað barn þeirra hjóna.

„Hann kvartar oft yfir því að ég set þarfir barnanna fram yfir hans,“ segir hún.

„Hann hefur verið atvinnulaus síðan í mars vegna ástandsins og við þurftum að flytja inn til mömmu minnar. Hún er 39 ára og skilin, en það virkaði vel þar sem hún hjálpaði mér með börnin. Eiginmaður minn virtist einnig hamingjusamari, hann hætti að verða jafn drukkinn þegar hann fór út að skemmta sér og hætti að kvarta undan áhugaleysi mínu á kynlífi.“

Konan segir að móðir hennar hafi einnig farið reglulega út á kvöldin til að hitta vini sína, eða svo sagði hún.

„Ég hefði átt að átta mig á sannleikanum, en hann var óhugsandi. Ég greip þau glóðvolg einn daginn þegar ég kom fyrr heim. Ég öskraði á þau og sagði eiginmanni mínum að drulla sér út. Hann er heima hjá vini sínum en mamma er ennþá hérna. Hún grætur endalaust og hefur beðist afsökunar, en ég kemst ekki yfir þetta. Ég hef engan samastað og er örvæntingarfull.“

Deidre svarar konunni og gefur henni ráð.

„Engin furða að þér líði svona. Leitaðu þér hjálpar við að meðtaka þetta allt saman, sérstaklega þar sem þetta hefur áhrif á líf barnanna þinna líka. Það er engin afsökun fyrir því sem þau gerðu, en það hljómar eins og móðir þín sé full eftirsjár,“ segir hún.

„Það gæti hjálpað þér að fyrirgefa henni ef þú reynir að setja þig í hennar spor, hún var örugglega mjög viðkvæm og einmana, en það getur samt verið erfitt. Vill eiginmaður þinn reyna aftur? Þykir honum þetta í alvöru leitt? Áhugaleysi þitt á kynlífi er engin afsökun fyrir framhjáhaldi hans, sérstaklega þar sem hann hélt framhjá með móður þinni og í ljósi þess hversu lítinn stuðning hann hefur veitt þér þegar kemur að börnunum ykkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skemmtilegustu bílnúmer Íslands

Skemmtilegustu bílnúmer Íslands
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja Twitter vera nýja OnlyFans – Peningasendingar og nekt leyfð

Segja Twitter vera nýja OnlyFans – Peningasendingar og nekt leyfð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Auðunn og Rakel eignuðust sitt annað barn í dag

Auðunn og Rakel eignuðust sitt annað barn í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Binna Löve byrjuðu að berast nektarmyndir eftir frétt um hann

Binna Löve byrjuðu að berast nektarmyndir eftir frétt um hann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórir kemur með sína punkta í kynlífsumræðuna – Kunni betur við fávisku og feimni – „Allt úir og grú­ir af mynd­um af hálf- og alls­beru fólki“

Þórir kemur með sína punkta í kynlífsumræðuna – Kunni betur við fávisku og feimni – „Allt úir og grú­ir af mynd­um af hálf- og alls­beru fólki“