Laugardagur 27.febrúar 2021
Fókus

Fyrrverandi hjákona Donald Trump Jr. gagnrýnir kærustu hans

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 10. nóvember 2020 09:30

Donald Trump Jr. og Kimberly Guilfoyle. Aubrey O'Day. Myndir/Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aubrey O‘Day gagnrýndi Donald Trump Jr. og kærustu hans Kimberly Guilfoyle á Twitter um helgina. Aubrey er 36 ára raunveruleikastjarna og segist hafa verið hjákona Don Jr. fyrir níu árum.

Aubrey bregst við texta úr Politico grein sem fjallar um hvernig fjárhagslega hlið kosningaherferðar Donald Trump klikkaði undir handleiðslu Donald Trump Jr. og kærustu hans, Kimberly Guilfoyle.

Samkvæmt greininni var Kimberly „mannauðsmartröð“ vegna hegðunar sinnar í kosningaherferðinni. Þar kemur einnig fram að Kimberly og Donald Trump Jr. hefðu gantast um kynlíf sitt fyrir framan aðra og það hefði látið viðstöddum líða óþægilega. Á einu styrktarkvöldinu á Kimberly að hafa boðið þeim styrktaraðila sem myndi gefa mest til framboðsins kjöltudans.

Aubrey gerir lítið úr Kimberly á Twitter og vísar í baráttu hennar við Covid. „Heiti potturinn með covid Kimberly, ojjjj.“

Einn netverji svaraði færslunni og sagði að Kimberly hafi hætt að vinna hjá Fox News fyrir tveimur árum vegna ásakanna um ósæmilega kynferðislega hegðun, eins og The New Yorker og Huffington Post hafa greint frá.

Aubrey hafði lítið við þessu að segja og svaraði með ælandi tjámynd (e. emoji).

Aubrey hefur tjáð sig um sigur Joe Biden og segist vera fegin að „alvöru menntaðar, sterkar og áhrifamiklar konur“ eins og Kamalu Harris og Dr. Jill Biden vera fulltrúar Bandaríkjanna, í stað kvennanna sem tengjast Trump-stjórninni, eins og Kimberly Guilfoyle, Ivönku Trump og fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins, Kayleigh McEnany.

Elskhugar

Aubrey kom fram í The Celebrity Apprentice fyrir níu árum. Í viðtali við People í fyrra sagðist hún hafa átt í stuttu, en alvarlegu, sambandi við Donald Trump Jr. á meðan hann var giftur Vanessu Trump.

„Við vorum ástríðufull, tengdumst og vorum heiðarleg og trygg hvort öðru. Ég vona að ég finni það aftur einn daginn. Við töluðum um að við værum sálufélagar hvors annars. Við töluðum oft um það,“ sagði hún. Hún sagði einnig að hann væri ekki lengur „manneskjan sem hún hafði orðið ástfangin af.“

Aubrey hefur einnig haldið því fram að Don Jr. hafi viljað eignast barn með henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þetta eru karlarnir sem þykja bestu rekkjunautarnir

Þetta eru karlarnir sem þykja bestu rekkjunautarnir
Fókus
Í gær

Lýtalæknir afhjúpar leyndarmál stjarnanna

Lýtalæknir afhjúpar leyndarmál stjarnanna
Fókus
Í gær

Birgir Hákon stakk besta vin sinn með hníf í bakið – „Það dó eitthvað inni í mér eftir þetta kvöld“

Birgir Hákon stakk besta vin sinn með hníf í bakið – „Það dó eitthvað inni í mér eftir þetta kvöld“
Fókus
Í gær

Segir 15 ára stúlku vera næsta sigurvegara American Idol

Segir 15 ára stúlku vera næsta sigurvegara American Idol
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fangi leysir frá skjóðunni – Kynlífstæki úr sápum og virðingarstigi fanganna

Fyrrverandi fangi leysir frá skjóðunni – Kynlífstæki úr sápum og virðingarstigi fanganna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífssérfræðingur segir þessar stellingar valda konum mestum vonbrigðum

Kynlífssérfræðingur segir þessar stellingar valda konum mestum vonbrigðum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Niðurlæging af verstu sort – Eiginkonan bað hann um að ljúga að kærustu elskhugans

Niðurlæging af verstu sort – Eiginkonan bað hann um að ljúga að kærustu elskhugans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiður Smári og Ragnhildur setja einbýlishúsið á sölu fyrir 150 milljónir

Eiður Smári og Ragnhildur setja einbýlishúsið á sölu fyrir 150 milljónir