fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fókus

Frægasti óþekkti aukaleikari í heimi – Skartar ferilskrá sem flesta leikara dreymir um

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 4. október 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nafnið Jesse Heiman hringir engum bjöllum en þú hefur alveg örugglega séð hann. Hann skartar ferilskrá sem flesta leikara dreymir um og er gjarnan kallaður „besti aukaleikari í heimi“.

Jesse er 42 ára og hefur meðal annars komið fram í kvikmyndunum The Social Network, American Pie, Catch Me If You Can, Old School og Spiderman. Hann fær lítið að leika þar sem hlutverk hans eru smávægileg og krefjast þess venjulega að hann haldi sig í bakgrunninum. Hann hefur bæði leikið á hvíta tjaldinu og á sjónvarpsskjánum.

Þú hefur kannski séð honum bregða fyrir í sjónvarpsþáttunum How I Met Your Mother, The O.C., My Name is Earl, Glee, Criminal Minds, Parks and Recreation og Arrested Development. Hann hefur þrisvar sinnum komið fram í The Big Bang Theory, í eitt skipti sem „nörd í myndasögubúðinni á Valentínusardaginn“.

Þetta „nördaútlit“ virðist skila sér í vinnu. Hann leikur oft nemanda, eins og í Austin Powers in Goldmember og í Freaky Friday lék hann „nemanda í kennslutíma“.

Starfsferill Jesse er langur og glæsilegur. Hann kom fram í sínu fyrsta aukahlutverki í American Pie 2 árið 2001. Síðan þá hefur hann komið fram í fleiri en hundrað þáttum og kvikmyndum. Hann er líklega frægasta „nobody“ í heimi.

It’s Always Sunny In Philadelphia

American Pie 2

Jesse er þessi sem er að spila á trompett.

The Big Bang Theory

Jesse situr á stólnum til hægri.

Catch Me If You Can

Curb Your Enthusiasm

Entourage

Glee

The O.C.

The Social Network

Spiderman

Parks and Recreation

Old School

How I Met Your Mother

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift
Fókus
Í gær

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill sjá fyrirtæki draga til baka styrki: „Hver eru gildin í lífinu? Er allt til sölu?“

Vill sjá fyrirtæki draga til baka styrki: „Hver eru gildin í lífinu? Er allt til sölu?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opinberar að hún breytti nafni sínu stuttu fyrir raunveruleikafrægðina

Opinberar að hún breytti nafni sínu stuttu fyrir raunveruleikafrægðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2026

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2026
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hnýta í prinsinn og segja hann hafa gert sig að fífli á meðan tengdafaðir hans liggur á gjörgæslu

Hnýta í prinsinn og segja hann hafa gert sig að fífli á meðan tengdafaðir hans liggur á gjörgæslu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur ekki rifist við eiginkonuna í tíu ár

Hefur ekki rifist við eiginkonuna í tíu ár