fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Fókus

Svaf hjá 100 giftum karlmönnum eftir að eiginmaðurinn sveik hana – „Ég skammast mín ekkert“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 26. október 2020 17:30

Myndir: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gweneth Lee, 47 ára gömul viðskiptakona frá London, leið ömurlega þegar hún komst að því að Robert, eiginmaður hennar, var að halda framhjá henni. Gweneth segir sögu sína í viðtali við The Sun. „Ég var í hamingjusömu hjónabandi með Robert í mörg ár. Hann var stórlax í olíuviðskiptum og flaug því um allan heim til að vinna,“ segir Gweneth en Robert glímdi á þessum tíma við krabbamein og átti eftir að láta lífið nokkrum árum síðar.

„Mér leið ömurlega fyrst“

„Ég komst að því á síðustu árum hjónabandsins að hann hafði verið að halda framhjá mér með nokkrum konum. Hann var með stelpu í hverri höfn, ef svo má segja, og var reglulega með öðrum stelpum í viðskiptaferðum sínum,“ segir Gweneth. „Mér leið ömurlega fyrst því ég trúði að við ættum bara að vera tvö saman og ég hélt að hann væri sá rétti.“

Gweneth sagði honum að hún vissi hvað væri í gangi. „Hann viðurkenndi að hafa svikið mig og sagði nokkurn veginn að það væri ekki möguleiki á því að hann gæti hætt þessu. Hann vildi halda hjónabandinu þeirra á lífi og vildi að ég myndi sætta mig við framhjáhaldið. Hann er frábær maður og ég elska að vera gift honum svo ég hugsaði með mér að ég yrði bara að gera það sama og hann.“

Gweneth ákvað að hún vildi gera það sama og Robert, stunda kynlíf með öðru fólki án nokkurra skuldbindinga. Hún skráði sig á stefnumótasíðu fyrir gift fólk og komst þá að því að Robert var nú þegar skráður á síðunni. Hún velti sér ekki mikið upp úr því, skráði sig og var fljót að kynnast fyrsta manninum.

Einmana lögfræðingurinn

Fyrsti maðurinn sem Gweneth hélt framhjá með var 40 ára gamall lögfræðingur. „Þetta var fyrsta framhjáhaldið mitt og það var stórt fyrir mig því ég hafði aldrei áður haldið framhjá eiginmanninum mínum,“ segir Gweneth. Lögfræðingurinn var „fastur“ í kynlífslausu sambandi með konu og átti þrjú börn á táningsaldri með henni.

„Hann hafði gert þau mistök að giftast fyrstu ástinni sinni og hann hafði því bara stundað kynlíf með einni manneskju,“ segir Gweneth. „Við hittumst á hótelum til að stunda kynlíf og svo fór hann aftur heim til konunnar sinnar.“

Spennti bókarinn og sjónvarpsyfirmaðurinn

Gweneth segir að annar maðurinn sem hún hitti hafi verið bókari sem vildi stunda mikið kynlíf en gat ekki gert það heima hjá sér. „Hann var með Excel skjal yfir það hvenær hann og konan hans stunduðu kynlíf,“ segir Gweneth og bætir við að maðurinn hafi ekki verið sá mest spennandi. „En hann var mjög ríkur, hann var með sína eigin stofu. Hann var mjög gjafmildur, gaf mér demanta, kjóla og nætur á fínustu hótelunum. Ég fékk frábæra gjöf í hvert skipti sem við hittumst.“

Þriðji maðurinn sem Gweneth hitti var yfirmaður sem vann í sjónvarpi en hún segir að hann hafi verið á bakvið suma af stærstu þáttunum í Bretlandi. „Hann var kvennabósi sem hafði sofið hjá nokkrum leikkonum sem höfðu verið í þáttunum hans. Hann stundaði kynlíf með mörgum konum og hann átti skilningsríka konu sem velti sér ekki upp úr framhjáhaldinu.“

„Ég skammast mín ekkert“

Gweneth segir að Robert hafi samþykkt alla þessa menn en þá var hann orðinn verulega veikur vegna krabbameinsins. Hann dó fyrir 10 árum en í stað þess að breyta til ákvað Gweneth að halda áfram því sem hún var búin að vera að gera. „Robert eyðilagði traust mitt til karlmanna. Eftur að ég hitti þessa menn á síðustu árum hjónabandsins okkar fattaði ég að það er ekki hægt að ætlast til þess að maður sé bara í sambandi með einum aðila.

„Það er ekki hægt að treysta flestum karlmönnum og hver vill virkilega stunda kynlíf með sömu manneskjunni síðustu 50 ár ævi sinnar. Það er ekki náttúrulegt – við erum forrituð til að leita að mökum og finna þann besta,“ segir Gweneth. Hún segist hafa stundað kynlíf með 100 giftum mönnum síðan Robert hélt framhjá henni og svo virðist ekki vera sem hún ætli að hætta.

„Ég skammast mín ekkert. Allir mennirnir sem ég svaf hjá hefðu haldið framhjá konunum sínum með einhverri annarri ef þeir hefðu ekki hitt mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir fólk ljúga upp á Vefjuna eftir umdeildu ummæli Reynis – „Gjörsamlega búið að dauðadæma okkur og fyrirtækið okkar“

Segir fólk ljúga upp á Vefjuna eftir umdeildu ummæli Reynis – „Gjörsamlega búið að dauðadæma okkur og fyrirtækið okkar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Djöfull er ég gröð í þessa sól maður“

Vikan á Instagram – „Djöfull er ég gröð í þessa sól maður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Á ég að segja vinkonu minni ef kærastinn er að halda framhjá henni? – Sendiboðinn verður drepinn

Á ég að segja vinkonu minni ef kærastinn er að halda framhjá henni? – Sendiboðinn verður drepinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skemmtilegustu bílnúmer Íslands

Skemmtilegustu bílnúmer Íslands
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segja Twitter vera nýja OnlyFans – Peningasendingar og nekt leyfð

Segja Twitter vera nýja OnlyFans – Peningasendingar og nekt leyfð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Auðunn og Rakel eignuðust sitt annað barn í dag

Auðunn og Rakel eignuðust sitt annað barn í dag