fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Góðgerðarpeysa UNICEF til styrktar réttindum barna á tímum COVID-19

Fókus
Föstudaginn 16. október 2020 15:17

Mynd/Unicef

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

UNICEF á Íslandi hefur hafið sölu á þessum flottu og þægilegu hettupeysum fyrir börn og fullorðna. Allur ágóði af sölu peysunnar rennur í baráttu UNICEF fyrir velferð og réttindum barna um allan heim þar sem forgangsatriði er að tryggja menntun barna á tímum COVID-19.

Menntun heillar kynslóðar í húfi

Það hefur aldrei verið jafn brýnt að styðja við menntun barna og nú, en það ríkir neyðarástand í menntamálum víða um heim. Áhrif kórónaveirunnar á menntun er gífurleg og þar er ekkert land undanskilið. Þegar skólar þurftu að loka til að hefta útbreiðslu COVID-19 í vor hafði það áhrif á menntun 1,6 milljarða barna í 190 löndum.  Að minnsta kosti þriðjungur skólabarna gat ekki stundað fjarnám (í gegnum sjónvarp, útvarp, síma eða tölvu) þegar skólarnir þeirra lokuðu. Þetta eru um 463 milljónir barna. Verst er staða barna í Afríku sunnan Sahara, en þar hafði helmingur skólabarna engan aðgang að fjarkennslu.

Hætta er á að menntun heillar kynslóðar sé í húfi ef ekki er brugðist við. Menntun er öflugasta vopnið gegn fátækt og hungri, eykur jafnrétti kynjanna og er lykillinn að bjartri framtíð og því leggur UNICEF nú megin áherslu á að tryggja rétt allra barna til náms.

Skólar eru víða lokaðir vegna COVID-19 sem hefur áhrif á menntun barna.

Takmarkað upplag af peysum í boði!

 Með því að kaupa skólapeysu eignast þú góða peysu fyrir veturinn og styður um leið réttindi barna á þessum erfiðu tímum. Á meðan kórónaveiran heldur áfram að herja á heimsbyggðina verður óhjákvæmilegt að skólar muni halda áfram að loka víða og að nemendur og kennarar þurfi að styðjast við fjarkennslu til lengri eða skemmri tíma. UNICEF hefur í áratugi barist fyrir því að öll börn geti menntað sig og er það með stuðningi almennings sem gerir okkur kleift að koma á fjarkennslu á afskekktum svæðum, setja upp viðunandi hreinlætisaðstöðu í skólum til að tryggja sóttvarnir, útdeila námsgögnum í flóttamannabúðum og vinna með foreldrum skólabarna til að þau geti stutt menntun barna sinna á þessum tímum, svo nokkuð sé nefnt.

Skólapeysa UNICEF er fáanleg í bæði barna- og fullorðinsstærðum. Takmarkað upplag er í boði og því um að gera að verða sér úti um peysu áður en þær seljast upp. Vegna aðstæðna í samfélaginu er skrifstofa UNICEF á Íslandi lokuð og því einungis hægt að panta peysurnar í heimsendingu eða sendingu á næsta pósthús. Hægt er að kaupa peysur hér.

Hægt er að fræðast meira um það sem UNICEF gerir til að tryggja menntun barna á tímum kórónaveirunnar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki