fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Fyrrverandi fegurðardrottning afhjúpar sorglegan sannleika á bak við gamlar myndir

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 7. október 2020 10:30

Olivia Rogers var kjörin Miss Universe Australia árið 2017.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi fegurðardrottningin Olivia Rogers deilir átakanlegum myndum og afhjúpar sorglega sannleikann á bak við myndirnar.

TW (e. trigger warning) – Í greininni eru myndir af manneskju með átröskun, myndirnar gætu verið triggerandi fyrir suma.

Olivia Rogers var kjörin Miss Universe Australia árið 2017. Á myndunum sem Olivia deilir er hún nítján ára gömul. Á þeim tíma glímdi hún við átröskun. Í dag er Olivia 28 ára og heilbrigð. Hún deilir sögu sinni á Instagram í von um að hjálpa öðrum.

„Þegar þessar myndir voru teknar var ég með skelfilega átröskun. Áður fyrr þótti mér mjög erfitt að skoða þessar myndir. Ég á ekki margar myndir frá þessum tíma, ég eyddi þeim flestum því mér fannst erfitt að sjá þær,“ segir Olivia í færslunni.

https://www.instagram.com/p/CF89GLwj7-5/

„Ég er nítján ára gömul á myndunum. Ég var að svelta mig og æfa of mikið. Á sama tíma fékk ég að heyra frá umboðsskrifstofum að ég væri að standa mig vel og ég ætti að vera stolt af sjálfri mér. Þetta var upphafið af sex ára baráttu við átröskun, vandamálum tengdum líkamsímynd og hræðilegu sambandi við mat og hreyfingu.“

Olivia segist enn eiga erfitt með að skoða þessar myndir. Hún verður sorgmædd að hugsa um hversu ung og viðkvæm hún var og hvernig hugarfar hennar var á þessum tíma.

Olivia var aðeins nítján ára og 49 kíló.

„En tilfinningar mínar eru mestmegnis jákvæðar núnar. Ég er fegin, þakklát og stolt,“ segir hún.

Olivia minnir á að alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn sé næstkomandi laugardag, þann 10. október.

„Ég veit að það getur verið erfitt og ógnvekjandi að tala um andlega heilsu, en prófaðu að tala við einhvern sem þú hefur ekki gert áður um helgina. Mér fannst það persónulega frelsandi, því meira sem ég deili reynslu minni því auðveldara verður það. Ég hvet þig til að gera slíkt hið sama,“ segir hún.

https://www.instagram.com/p/CGCLzPsD4Ls/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla