fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Alda Karen um Skaupið: „Það hefur verið markmið mitt síðan 2016 að komast í þáttinn“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 6. janúar 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mikið gert grín að Öldu Karen Hjaltalín, fyrirlesara og ráðgjafa, í Áramótaskaupinu 2019. Í Skaupinu var einnig gert grín að Samherja, WOW air, Gísla Einarssyni, leikhópnum Lottu, Jókernum og Jóni Jónssyni.

Alda Karen hafði örlítið tjáð sig um Skaupið á Instagram en er nú loksins búin að horfa á það. Hún segir frá því í nýrri færslu á Instagram hvernig hún setti sér markmið fyrir fjórum árum að komast í Skaupið og nú hafi draumurinn ræst.

Sjá einnig: Alda Karen bregst við Skaupinu

„Á Gamlarskvöld lék ung leikkona mig í Áramótaskaupinu. Ég gat ekki horft á þáttinn fyrr en í dag en ég var búin að fá fjölda skilaboða/myndbönd frá vinum og fjölskyldu,“ segir Alda Karen.

„Það vita það ekki margir en það hefur verið markmið mitt síðan 2016 að komast í þáttinn. Það er svo súrrealískt að horfa á einhvern leika þig í sjónvarpinu. ÞIG. Geturðu ímyndað þér það!? Ég er enn að átta mig á því. Þau grilluðu mig vel og ég hló svo mikið allan tímann. Ég elskaði það. Hún var líka svo lík mér!“

Alda segist vera mjög þakklát og heiðruð fyrir að hafa komið fram í Skaupinu.

„Fólk sem þekkir mig vel veit að ég lifi fyrir húmor og hlátur (sérstaklega þar sem ég er brandarinn) þannig ég gæti ekki ímyndað mér betri byrjun á árinu en að vera hluti af Áramótaskaupinu,“ segir hún.

Alda þakkar að lokum höfundum, leikstjóra og tökuliði Skaupsins fyrir að láta fjögurra ára draum hennar loksins rætast.

https://www.instagram.com/p/B69HLWtAJwe/

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“