Breski leikarinn James Borton, sem leikur í BBC-sjónvarpsþáttunum The Trial of Christine Keeler, segist koma til greina sem hinn næsti njósnari hennar hátignar, James Bond. Samkvæmt heimildum fréttamiðilsins The Sun hefur Murphy átt í samningsviðræðum við framleiðendur Bond-myndanna og sé fremstur í sigtinu sem arftaki leikarans Daniel Craig, en hann á aðeins eina kvikmynd eftir af samningi sínum og er hún væntanleg í kvikmyndahús næstkomandi apríl.
Heimildir The Sun herma að Norton uppfylli helstu skilyrði sem þarf til að leika frægasta njósnara kvikmyndasögunnar. „Hann er hávaxinn, stæðilegur, í góðu formi og lítur glæsilega út í smókingjakka,“ segir á fréttamiðlinum.
James Norton hóf feril sinn í kvikmyndinni An Education, sem vakti mikla athygli á verðlaunahátíðum árið 2010 og hefur hann skotið upp kollinum í kvikmyndunum Rush, Belle og Mr. Turner, svo dæmi séu nefnd. Næst má sjá hann í nýjustu kvikmyndaaðlögun skáldsagnarinnar Little Women.
Eon Productions, framleiðslufyrirtæki Bond-myndanna, þykja líklegir til að gefa út tilkynningu um næsta Bond við upphaf sumars.