fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fókus

Stórtíðindi af The Walking Dead þáttaröðinni – Höskuldarviðvörun

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. september 2020 07:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir aðdáendur The Walking Dead þáttaraðarinnar er rétt að taka fram að í þessari grein kemur svolítið fram sem gæti skemmt fyrir þeim varðandi söguþráðinn. Af þeim sökum er hér með sett fram Höskuldarviðvörun.

Þáttaröðin hefur notið gríðarlegra vinsælda en nú er komið að leiðarlokum. Framleiðslunni verður hætt eftir ellefu þáttaraðir. Enn á eftir að gera sex síðustu þættina í tíundu þáttaröðinni en hlé var gert á framleiðslunni vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þessir sex þættir verða sýndir í byrjun næsta árs og í árslok 2021 hefjast sýningar á elleftu og síðustu þáttaröðinni og lýkur þeim í árslok 2022. 24 þættir verða í síðastu þáttaröðinni.

Variety skýrir frá þessu. En fram kemur að aðdáendur þáttanna þurfi ekki að örvænta því hliðarsería verði gerð í framhaldinu og verði tvær af aðalpersónunum úr þáttunum með í henni.

Hér er rétt að þeir hætti að lesa sem vilja ekki láta skemma söguþráðinn fyrir sér og er Höskuldarviðvörunin því endurtekin!

Nýja hliðarþáttarröðin er nú þegar á teikniborðinu og hefur verið ákveðið að Daryl Dixon og Carol Peletier verði aðalpersónurnar í henni. Þetta eru einu persónurnar sem hafa verið með í gegnum allar þáttaraðirnar af The Walking Dead.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“