fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fókus

Arnar Hauksson: Ég segi þeim að varast ágengni, þora að hvessa brýnnar og segja: Viltu andskotast í burtu!

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 28. ágúst 2020 07:00

Arnar Hauksson er einn vinsælasti kvensjúkdómalæknir landsins. Mynd(/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Hauksson kvensjúkdómalæknir var brautryðjandi þegar kom að móttöku þolenda kynferðisofbeldis og lyfti grettistaki í málum trans fólks hér á landi. Honum þykir vænt um þá viðurkenningu sem felst í að mæður vísi dætrum sínum til hans. Arnar eru í forsíðuviðtali í nýju helgarblaði DV sem kemur út í dag.

Þegar stúlkur og ungar konur koma í fyrsta skipti til Arnars fer hann vel yfir ákveðin grundvallaratriði. „Ég kenni þeim allt um blæðingar, allt um kynsjúkdóma, allt um stráka og allt um að þora að segja nei. Ég segi þeim að varast ágengni, þora að hvessa brýnnar og segja: Viltu andskotast í burtu! Eftir þessa fræðslu spyr ég hvort þær vilji skoðun. Það skiptir máli að sýna gagnkvæma virðingu og ef þú ætlar að fá upplýsingar í trúnaði þá þarf maður að vera opinn sjálfur. Ef kvensjúkdómalæknir er ekki opinn er kannski betra að hann sé bifvélavirki.“

Þrátt fyrir að Arnar vilji almennt ekki halda eigin merkjum á lofti þykir honum vitanlega vænt um hvers konar viðurkenningu eins og hverjum öðrum. „Ég hef í löngum bunum fengið mæður til mín með dætur sínar. Þá finnst mér ég hafa gert gagn. Hjá mjög bráðþroska mæðgum hef ég fengið inn þriðju kynslóðina en ég þyrfti líklega að starfa í tíu ár til viðbótar til að það yrði einhver hópur.“

Viðtalið í heild sinni má lesa í helgarblaði DV.

 

Alvarlegt ástand á Skjóli

Hættulegt ástand hefur skapast á hjúkrunarheimilinu Skjóli vegna manneklu og reynsluleysis starfsfólks. Heimildarmenn DV lýsa ofbeldi, kynferðislegri áreitni og óboðlegum vinnuaðstæðum sem versnuðu til muna í COVID faraldrinum.

Ógnarstjórn  á Suðurnesjum

Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum logar í deilum. Starfsmenn skiptast í tvær fylkingar og tala um ógnarstjórn. Orðrómur hefur gengið innan embættisins síðan í maí á þessu ári um að Ólafur Helgi Kjartansson væri á „leiðinni út“ og Alda Hrönn Jóhannsdóttir yrði næsti lögreglustjóri.

Furðulegustu íslensku dómsmálin

Húsdraugur, milljóna arfur í garð katta og ósáttir klámframleiðendur eru á meðal þess sem komið hefur til kasta dómstóla hér á landi undanfarin ár.

Þetta og margt fleira í nýjasta helgarblaðinu.  Fastir liðir eru á sínum stað, svo sem Sakamál, Fjölskylduhornið, Una í eldhúsinu, Tímavélin og krossgátan.

Einfalt er að gerast áskrifandi að DV, hvort sem er prentútgáfu eða vefútgáfu, með því að smella hér:  dv.is/skraning   Fyrstu tvær vikurnar fríar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum