Erna Kristín Stefánsdóttir er guðfræðinemi, áhrifavaldur og ötul talskona fyrir jákvæða líkamsvirðingu. En hvað er hún að horfa á um þessar mundir?
1 Tiger King
Ég hef ekki haft mikinn tíma til þess að horfa á sjónvarpið en þegar tími gefst þá hef ég verið að kíkja á Tiger King á Netflix, mér finnst flest sem er sannssögulegt mjög skemmtilegt!
2 All the Bright Places
Einnig er mynd á Netflix sem ég horfði á sem heitir: All the Bright Places. Ég mæli með henni, það hjálpar manni svolítið að muna að á erfiðum tímum má alltaf finna ljósið ef vel er leitað, og ef við finnum það ekki, þá getum við verið ljósið
3 Grey’s Anatomy
Svo hef ég verið að grípa í Grey’s Anatomy en það eru mínir uppáhaldsþættir
4 This is Us og Modern Family
This is Us og Modern family eru einnig skemmtilegir „feel good“ þættir.
5 Brooklyn Nine-Nine
Svo er nauðsynlegt finnst mér á svona tímum að sækja í smá grín og hafa Brooklyn Nine-Nine gefið sálarlífinu mikið, það er svo gott að hlæja
Greinin birsti upphaflega í helgarblaði DV 17. apríl