Laugardagur 22.febrúar 2020
Fókus

Óvenjuleg ástarsaga Sólveigar og Sindra – Var komin fimm mánuði á leið þegar þau kynntust

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 3. september 2019 09:38

Skjáskot/Vísir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Unnur ákvað að fara í tæknifrjóvgun fyrir rúmlega tveimur árum. Hún var þá orðin 37 ára og að eigin sögn fannst henni „líkamsklukkan vera farin að tifa svolítið og þetta var farin að vera pressa í samböndum þegar ég var að kynnast manni.“

Sólveig Unnur og eiginmaður hennar Sindri Reyr segja óvenjulega ástarsögu sína í Ísland í dag.

Þegar Sólveig Unnur var komin fimm mánuði á leið flutti hún í nýtt húsnæði. Í íbúðina hliðin á henni flutti maður sem henni hefði aldrei grunað að yrði framtíðareiginmaður hennar.

„Það síðasta í huganum hjá mér var að kynnast einhverjum manni í þessu ástandi,“ segir Sólveig Unnur.

Sindri Reyr Einarsson var einn og barnslaus og nýr nágranni Sólveigar Unnar. Hann sá hana á ganginum og spurði hvort hún vildi spila. Fljótlega byrjuðu þau saman.

Skjáskot/Vísir

„Þetta er mjög sérstakt sko, að allt í einu að fara að líta á nágrannann sinn og finna eitthvað varið í hana og ófrísk þar að auki. Maður leikur sér ekkert alveg að þessu,“ segir Sindri Reyr í Ísland í dag.

„Við höfðum ekki mikinn tíma saman til að eyða því hún er ófrísk og komin sex mánuði á leið.“

Sólveig Unnur segir að sambandið þeirra hafi ekki alveg verið komið á það stig að hann yrði viðstaddur fæðinguna. „Enda var ég líka búin að lofa mömmu að vera inni og hún hefði verið fyrir miklum vonbrigðum ef ég hefði skipt henni út fyrir einhvern nýjan kærasta,“ segir Sólveig Unnur.

Fyrsti mánuðurinn eftir fæðingu Rögnu Maríu reyndist Sólveigu erfiður. „Líka ég man ég hafði áhyggjur, því ég vildi gefa henni alla mína ást og umhyggju, og ég var hrædd um að ég væri að taka eitthvað af henni af því að ég væri svona að deila þessum einhvern veginn með honum. Ég var alveg á báðum áttum fyrsta mánuðinn [hvort þetta samband væri góð hugmynd]. Eins það vita það allir sem hafa haft barn á brjósti að þetta eru ekki manns kynþokkafyllstu augnablik,“ segir Sólveig og hlær.

En parið þraukaði í gegnum þetta tímabil og í dag eru þau nýgift. Sindri Reyr lítur á Rögnu Maríu sem dóttur sína og hún kallar hann pabba. Hins vegar hefur hans hlutverk ekki alltaf verið skýrt, sérstaklega til að byrja með.

„Maður spilaði þetta rosalega mikið eftir eyranu. Þetta var jafn mikið nýtt fyrir mér eins og henni,“ segir Sindri Reyr.

„Með tímanum þá finnur maður á honum að honum er farið að þykja svo vænt um hana og á einhverjum tímapunkti fer hann að líta á hana sem sitt barn og þá fer maður að leyfa honum meira að taka þátt,“ segir Sólveig Anna.

Hjónunum langar að Sindri Reyr ættleiði stelpuna en sýslumaður segir það ekki vera tímabært og eru þau mjög ósátt við það.

Horfðu á Sólveigu Önnu og Sindra Reyr segja sögu sína í Ísland í dag í spilaranum hér að neðan eða á Vísi.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Leiðin til bata: Hún neytti fíkniefna daglega 12 ára og 14 ára svaf hún í stigagöngum fjölbýlishúsa

Leiðin til bata: Hún neytti fíkniefna daglega 12 ára og 14 ára svaf hún í stigagöngum fjölbýlishúsa
Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði slær í gegn hjá breskum stjörnum: „Aflýsið Eurovision“

Daði slær í gegn hjá breskum stjörnum: „Aflýsið Eurovision“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birtir myndir af sér fáklæddri úr Íslandsferðinni

Birtir myndir af sér fáklæddri úr Íslandsferðinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd dagsins: Steinunn og Stefán vöknuðu við skrýtið hljóð á klósettinu – Hefur þú lent í þessu?

Mynd dagsins: Steinunn og Stefán vöknuðu við skrýtið hljóð á klósettinu – Hefur þú lent í þessu?
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég var oft kölluð drusla þegar ég var yngri“

„Ég var oft kölluð drusla þegar ég var yngri“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hver er þessi Íva? – Blind frá fæðingu – Í tónlistarskóla frá tveggja ára aldri

Hver er þessi Íva? – Blind frá fæðingu – Í tónlistarskóla frá tveggja ára aldri
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ólafur Friðrik hjólar í RÚV vegna söngvakeppninnar: „Réttrúnaðurinn velur sitt fólk“

Ólafur Friðrik hjólar í RÚV vegna söngvakeppninnar: „Réttrúnaðurinn velur sitt fólk“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svanasöngur örvitanna – Ástir, eldgos og martraðir meðvirkra

Svanasöngur örvitanna – Ástir, eldgos og martraðir meðvirkra