Mánudagur 17.febrúar 2020
Fókus

Glowie opnar sig: „Kvíðinn hefur legið eins og skuggi yfir mér í allt sumar“

Fókus
Sunnudaginn 15. september 2019 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Pétursdóttir, eða Glowie eins og hún er betur þekkt, deildi færslu á Instagram síðu sinni en þar talar hún um erfiðleikana sem hún hefur verið að ganga í gegnum í sumar.

„Kvíðinn hefur legið eins og skuggi yfir mér í allt sumar. Ég er búin að léttast mikið vegna kvíðans en það hefur bitnað á sjálfsástinni minni auk sjálfstraustsins.“

Hún segir að henni hafi liðið eins og hún væri aftur orðin 10 ára en hún átti erfitt með að finna föt sem pössuðu á hana ásamt því sem hún var óörugg með að sýna öðru fólki líkamann sinn sem henni fannst vera of mjór.

„Ég hélt að þessi tilfinning væri farin fyrir fullt og allt en því miður kom hún aftur. Ég trúði þessu ekki, ég er sú sem er alltaf að tala og syngja um líkamsvirðingu. En samt var ég standandi fyrir framan spegilinn og þoldi ekki það sem ég sá í honum.

Glowie segir að það séu allir óöruggir með eitthvað og að það sé í góðu lagi.

„Það er algjörlega allt í lagi! Þetta kemur og fer og við þurfum bara að finna okkar leiðir til að vinna úr þessu með okkur sjálfum. Þetta óöryggi kemur ekki af ástæðulausu. Stundum getur verið erfitt að finna ástæðuna fyrir óörygginu, það getur tekið tíma en þess vegna þarftu að gefa því tíma. Ég er núna í ferðalagi sem snýst um að fá líkamssjálfstraustið mitt til baka.“

Hún segir síðan frá því sem hún ætlar að gera til að fá sjálfstraustið sitt aftur.

„Fara í danstíma, hreyfa mig á hverjum morgni, borða MIKIÐ af hollum mat, hugleiða, hrósa líkamanum mínum stanslaust í fimm mínútur á hverjum degi og dansa salsa á nærfötunum mínum á morgnana eins og ég gerði alltaf.“

Glowie segir að lokum að hún sé spennt fyrir framhaldinu.

„Mér líður eins og þetta sé nýtt upphaf og ég get ekki beðið eftir því að þið hlustið á nýju tónlistina sem ég er að vinna í.“

Hér fyrir neðan má sjá Instagram færslu Glowie.

View this post on Instagram

Anxiety has been like a shadow behind me all summer. I’ve lost a lot of weight because of it which has come down on my confidence and my self-love. Sometimes I felt like I was back in school 10 years old and struggling with finding clothes that fit and feeling insecure about showing my skinny body in front of people. I thought that feeling was gone for good but unfortunately it came back. I couldn’t believe it, I’m the one always talking and singing about body positivity and this summer I was the one standing looking at myself in the mirror and not liking what I was seeing. But the thing is, everyone has insecurities and that’s okay, that is absolutely okay! They will come and go and we just need to find our way to work through them individually. These insecurities don’t come for no reason, sometimes it’s hard to find the reason why they’re there, just know that it takes time and you should give it time. I’m now on the journey of getting my body confidence back. To do: 👯‍♀️Go to a dance class. 🏃🏽‍♀️Exercise every morning. 🥗Eat A LOT of healthy food. 🧘🏻‍♀️Meditate. 💪🏼Give myself compliments about my body for 5 minutes straight every day. 💃🏻Dance salsa in my underwear in the morning like I used to(which is exactly what I’m doing on this photo in Barcelona couple of weeks ago). I think this is really exciting actually, it feels like a fresh start and I can’t wait for you guys to hear the new music that I’ve been working on. 🎶

A post shared by Glowie (@itsglowie) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Úr glamúr í grimma fortíð: „Ein mesta hryllingstilfinning sem ég hef upplifað“

Úr glamúr í grimma fortíð: „Ein mesta hryllingstilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Veðrið gengur niður en tístin halda áfram: „OK – ég játa. Keypti brauð í Krónunni í gær. Hvar borga ég sekt?“

Veðrið gengur niður en tístin halda áfram: „OK – ég játa. Keypti brauð í Krónunni í gær. Hvar borga ég sekt?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýja Bond-lagið afhjúpað

Nýja Bond-lagið afhjúpað
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rósa segir edrúmennskuna bestu gjöf sem hún gat gefið sér: „Að vera komin á geðdeild inn og út um tvítugt var mikið áfall“

Rósa segir edrúmennskuna bestu gjöf sem hún gat gefið sér: „Að vera komin á geðdeild inn og út um tvítugt var mikið áfall“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jöklar í Listasal Mosfellsbæjar

Jöklar í Listasal Mosfellsbæjar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý mátar brúðarkjóla – Staðráðin í einu á stóra daginn: „Allt annað er aukaatriði“

Ellý mátar brúðarkjóla – Staðráðin í einu á stóra daginn: „Allt annað er aukaatriði“