fbpx
Þriðjudagur 16.ágúst 2022
Fókus

Agnés Varda, einn virtasti leikstjóri samtímans, lét Íslendinga heyra það

Fókus
Laugardaginn 31. ágúst 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík (RIFF), sem haldin verður 26.09. – 06.10 2019, verður sýnd myndin Varda par Agnés eftir Agnés Varda um Agnés Varda. Hún var frönskumælandi Belgi sem var hluti af frönsku nýbylgjunni og á seinni árum fékk hún verðlaun víða um heim fyrir ævistarf sitt. Hún tók við heiðursverðlaunum á kvikmyndahátíðinni í Berlín (Berlinale) í febrúar síðastliðnum úr höndum stjórnanda hátíðarinnar, Dieter Kosslich en á sömu hátíð þáði hún boð um að koma á RIFF hátíðina. Hún lést aftur á móti í mars aðeins rúmum mánuði síðar. En á RIFF hátíðinni mun myndin Varda par Agnés eða Varda eftir Agnesi verða sýnd.

Hér er stikla (trailer) fyrir myndina:

https://www.youtube.com/watch?v=4xOe2yRr6E8

Agnes var hluti af hinni frægu frönsku nýbylgju sem hristi kvikmyndaheiminn á sjötta og sjöunda áratugnum og olli straumhvörfum í frásagnarlist filmunnar. Hún fæddist í Brussel og gerði sína fyrstu mynd árið 1955 aðeins 27 ára gömul. Í mjög mörgum myndum hennar er nánast heimildarmyndakenndur realismi. Hún fékk meðal annars Palme d´or heiðursverðlaunin á Cannes kvikmyndahátíðinni, Gullna ljónið á Feneyjar hátíðinni, heiðursverðlaun frá Hollywood og var tilnefnd til Óskarsverðlauna.

Myndin sem sýnd verður á RIFF er enn á sigurför sinni um heiminn enda nýkomin út og hefur allstaðar fengið afbragðsdóma og viðtökur.

Gagnrýnandi The Guardian og flestra fjölmiðla fara ekki neðar en fjórar stjörnur af fimm mögulegum í dómum sínum um myndina hennar Agnesar.  Greinarhöfundur The Variety sem er aðdáandi myndarinnar bendir þó á að gengið hafi verið framhjá Agnesi og stundum sé það sama fólkið sem undanfarin ár hafi upphafið hana en hafi horft framhjá henni þar á undan.

Hér er grein Variety:

https://variety.com/2019/film/reviews/berlin-film-review-varda-by-agnes-1203138275/?fbclid=IwAR3o_yVhkmeVonnN9a9zwHgI_QsMV9kDwEaGDOF_a_lyPWyzl72h6IGMYSE

Hún var líka þekktur ljósmyndari og hélt margar einkasýningar.

Agnes kynntist mörgum íslenskum listamönnum yfir ævina og bera þeir, sem RIFF hefur talað við, henni mjög vel söguna. Segja hana hafa verið vinalega við Íslendinga. Eins og kemur fram í frásögn Rakelar Mjallar, íslensks listamanns, hér á eftir. En á níunda áratug síðustu aldar þegar Íslendingar ætluðu að heiðra hana enduðu þeir á því að móðga hana þótt ætlunin hafi verið önnur.

Haldin var Kvikmyndahátíð kvenna í Reykjavík árið 1985 og mynd Agnesar var opnunarmyndin. Listaverkið Sans toit ni loi, sem Viðar nokkur Víkingsson færir uppá íslensku sem Utan húss og utan laga.

Í stuttu máli þá byrjaði hátíðin á kokkteil í franska sendiráðinu og að sögn Viðars þá var háttur Íslendinga á þeim tíma að sturta í sig áfengi þegar það var frítt þannig að allir mættu vel slompaðir á frumsýninguna. Þótt salurinn væri fullur af fullum Íslendingum þá brá þeim þegar kom í ljós að kvikmyndin væri á frönsku og enginn undirtexti. Enginn nema nokkrir frönskumælandi skildu hvað myndin gekk út á og myndin var varla hálfnuð þegar þeir voru einir eftir í salnum sem kunnu það tungumál, teljandi á fingrum annarrar handar.

Vitnum í fésbókarstatus Viðars Víkingssonar, með hans leyfi, þegar hann lýsir þessu:

Árið 1985 var í fyrsta skipti blásið til kvennakvikmyndahátíðar í Reykjavík, og heiðursgestur var Agnès Varda, sem nú var að kveðja okkur, merkilegasti kvenleikstjóri frönsku nýju bylgjunnar, og, að sumra dómi, merkilegasti kvikmyndahöfundur þeirrar bylgju yfir höfuð. Opnunarmynd hátíðarinnar var nýjasta mynd hennar: Sans toit ni loi, sem á ensku hét Vagabond, en á íslensku gæti heitið Utan húss og utan laga. – Hátíðin hófst með pomp og pragt, þ.e. kokkteil í boði franska sendiráðsins. Á þessum árum var það beinlínis skylda að sturta í sig ókeypis drykkjum þegar slíkt var í boði, og þarna í kokkteilnum var allt sterkt, gin-tonic, cuba-libre osvfrv. Því urðu allir á örskömmum tíma blindfullir. Að auki dróst sýningin á myndinni svo þá var tími fyrir annan drykk. Loksins drattaðist fólk í sætin og myndin hófst. Ég man enn hvað mér fannst óþægilegt að horfa á kvikmynd svona ölvaður. Margoft hafði ég séð myndir stoned og einu sinni á sýru (2001, Space Odyssey), en áfengi og kvikmyndaáhorf á einfaldlega ekki saman. Í byrjun myndarinnar var salurinn fullur af fullum Íslendingum, en mjög snemma kom í ljós að myndin var á frönsku, án nokkurs texta. Og brátt fór fólk að tínast út. Við fáu í salnum sem skildum frönsku héldum út í harðri baráttu við fylliríisáhrifin, í lokin vorum við á að giska fimm. Þá hafði Varda átt að svara spurningum, en skiljanlega var hún ekki til staðar fyrir hálfdauða frönskumælandi íslenska áhorfendur. Hún lýsti síðan gremju sinni yfir þessu öllu saman í blaðaviðtali – Súper-irónían í þessu er samt að þessi mynd fjallar um unga konu sem tortímir sjálfri sér með því að gerast „róni“. Hún er „Utan húss og utan laga“ eins og allir minnihlutahópar allra tíma. Sýningin á þessari mynd um þessa persónu varð fórnarlamb þess að þegar Íslendingar þessa tíma komust í ókeypis áfengi litu þeir svo á að þeir væru utan húss og utan laga og þyrfut ekkert að velta vöngum yfir neinu öðru en sjálfum sér.

Seinna í svari Viðars undir fésbókar umræðu, við birtum ekki annarra manna komment en Viðars, þá segir hann:

En Agnes hafði vafalaust ástæðu til að vera dálítið bitur á þessum tíma. Hún naut ekki sannmælis sem sá brautryðjandi sem hún var, gleymdist oft þegar fjallað var um nýju bylgjuna. Sem betur fer lifði hún nógu lengi til að vera metin að verðleikum, og síðustu árin virtist hún leika á alls oddi, sífellt með sprelligosalæti á opinberum vettvangi.

Íslenska tónlistarkonan Rakel Mjöll Leifsdóttir hitti Agnesi fyrir ekki alls löngu þegar Rakel var í listnámi í Brighton í Englandi og Agnes var að halda ljósmynda sýningu í skólanum á sama tíma. Rakel sem vissi vel hver Agnes var hafði samt ekki tíma til að kíkja á sýninguna þann daginn en var of sein í tíma og þorði varla að koma inní skólastofuna svona allt of seint og kíkti þess í stað inní galleríið í skólanum. Þar var Agnes að sitja yfir sýningunni og þar sem Agnes var ein að þá gaf hún Rakel allan sinn tíma og fékk Rakel einkatúr um sýninguna og einkasögur um listaverkin. Agnes bað um að myndin af þeim tveimur yrði tekin með þetta listaverk í bakgrunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Ekki fokka í mér, ég á afmæli“

Vikan á Instagram – „Ekki fokka í mér, ég á afmæli“
Fókus
Í gær

Breska þjóðin stendur á öndinni og kemst lítið annað að – Stóra grátmálið krufið

Breska þjóðin stendur á öndinni og kemst lítið annað að – Stóra grátmálið krufið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mál Katrínar var fellt niður þrátt fyrir játningu mannsins – „Ég bauð bara vini mínum að gista, gaur sem ég treysti“

Mál Katrínar var fellt niður þrátt fyrir játningu mannsins – „Ég bauð bara vini mínum að gista, gaur sem ég treysti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

gímaldin og Loftur með tónleika á Kex Hostel

gímaldin og Loftur með tónleika á Kex Hostel
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um „óheilbrigt“ samband við eldri TikTok-stjörnu þegar hún var 16 ára

Opnar sig um „óheilbrigt“ samband við eldri TikTok-stjörnu þegar hún var 16 ára
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þess vegna dró hjólahvíslarinn sig í hlé – „Hún heitir Harpa Dögg og á hug minn allan“

Þess vegna dró hjólahvíslarinn sig í hlé – „Hún heitir Harpa Dögg og á hug minn allan“