Föstudagur 21.febrúar 2020
Fókus

Íris kafar í unað kvenna: „Fá konur fullnægingu yfir höfuð? Ef ekki njóta þær þá þess að stunda kynlífs?“

Íris Hauksdóttir
Laugardaginn 24. ágúst 2019 15:00

Íris Stefanía Skúladóttir við útgáfu bókarinnar. Mynd: Stefán Karlsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listakonan Íris Stefanía Skúladóttir hefur um langa hríð kannað kynhegðun kvenna í verkum sínum en hún gaf nýverið út bókina Þegar ég fróa mér – þrjátíu og eitthvað sjálfsfróunarsögur frá konum. Bókin vakti mikla athygli og í kjölfarið setti Íris á stofn vettvang þar sem konum gefst færi á að hittast og ræða upplifun sína í tengslum við sjálfsfróun.

„Ég kalla þetta söguhring, en þeir eru bæði opnir og lokaðir hópar sem hittast og ræða sín á milli,“ segir Íris þegar blaðamaður sótti hana heim. „Í kjölfar bókarinnar og þeirra viðtaka sem hún fékk fannst mér ég knúin til að halda áfram með þetta konsept. Það er að segja að safna sögum kvenna og deila þeim áfram. Að þessu sinni boða ég konur saman í lokaðan sjálfsfróunar söguhring þar sem við tölum opinskátt um þetta efni. Síðan mun ég standa fyrir sams konar viðburði, en þá er opið fyrir öll kyn að mæta og mun hann meira líkjast sýningu en lokuðum saumaklúbbi eða trúnói eins og í lokaða hringnum. Samhliða útgáfu bókarinnar sem og opna- og lokaða söguhringnum held ég úti heimasíðunni whenimasturbate.world.

Stefnan er að safna þangað inn sögum sem að endingu munu verða að risastóru safni af sjálfsfróunarsögum kvenna alls staðar að úr heiminum.

Að mínu mati er mikilvægt að konur geti deilt sinni reynslu og þori að segja frá sínum löngunum. Verkferlið að baki bókinni gekk mun betur en mig hefði grunað og áður en ég vissi af streymdu til mín sögur. Verkefnið var því fljótt að vinda upp á sig og að ending urðu frásagnirnar uppspretta bókarinnar þar sem rúmlega þrjátíu konur segja frá sinni reynslu. Bókin vakti mikla athygli og í kjölfarið vildu fleiri konur deila sinni reynslu og þaðan spratt hugmyndin að söguhringnum.“

Íris Stefanía les upp úr bókinni í útgáfusýningu sinni sem haldin var haustið 2018 í Gallerý Port við Laugaveg.
Mynd: Búi Aðalsteinsson.

Sömdu sérstakt sjálfsfróunarlag

Íris leggur áherslu á að unaður, tabú og skömm séu meginefni umfjöllunar sinnar en sjálfsfróun sé alltaf útgangspunkturinn. „Verkefni mín eiga það sameiginlegt að skapa vettvang þar sem unaður kvenna fær rými til að vera kannaður á sínum eigin forsendum. Eins og staðan er núna er ég með söguhringi bæði á íslensku og ensku, en ég safna jafnframt sögum á báðum tungumálum. Með tímanum ætla ég að færa þetta alfarið yfir á ensku enda er það langaðgengilegasta formið. Þegar ég held söguhringi hérlendis með íslenskumælandi fólki tala ég samt auðvitað íslensku. Ég hef fengið til liðs við mig fleira listafólk, en ég spjallaði snemma í ferlinu við þær Siggu Eiri og Völu úr hljómsveitinni Evu og bað þær að deila sögu. Við erum allar góðar vinkonur og að endingu ákváðu þær að semja sérstakt sjálfsfróunarlag sem þær deildu á fyrsta opna söguhringnum. Textinn fær að fljóta hér með.

When I masturbate
Then I enter myself

I have never gotten used to using any toys
The best thing is of course to do it in the bath
then I can just kind of do it like its
Natural- natural
you know with the shower head

Sometimes I open the computer
And play a feminist porno film and put
My index and middle finger
Gently up against my cunt
And rub my clit/rotating slowly

But the biggest action happens inside of my
Head I got a bank of all sorts of
Fantasies
Fantasies

Sometimes I´m a priestess in the matriarch
having powerful sex with my prettiest maiden

but when I’m feeling some what under the weather
I become a teenage girl, for example,
being fucked by an older man who is also my teacher

when I masturbate
when I masturbate

Íris setti sig jafnframt í samband við Sísí Ingólfsdóttur, vinkonu sína, en hún stundar meistaranám við myndlist. „Mig vantaði klúta fyrir fólk til að nota í opna söguhringnum og hún kom fljótt með frábæra hugmynd að klútum sem ég kynnti strax í fyrsta söguhringnum og notið hafa mikilla vinsælda síðan þá.“

Myndin var tekin eftir söguhring sem var haldinn um daginn. Gestir fá drykki og þarna má sjá þvottastykkin sem Sísí Ingólfsdóttir hannaði og bjó til. Hvert og eitt er handgert með graffitípíku á.

Konur fá fjölbreyttar fullnægingar

Íris stundar í dag nám í sviðslistum við Listaháskóla Íslands en hún segir áhugann á kynhegðun fólks alltaf hafa blundað í henni. „Mig langar að rannsaka allar hliðar kynhegðunar með fókuspunkt á sjálfsfróun kvenna í augnablikinu. Ég skoða allt frá Forn-Grikkjum til klámmenningar samtímans,“ segir Íris og heldur áfram. „Ég var 14 ára þegar ég sá könnun um að 20 prósent stúlkna á mínum aldri fróuðu sér en 80 prósent stráka. Mér fannst þessi tölfræði skrítin þar sem við Ugla Egilsdóttir, vinkona mín, höfðum á þessum tíma talað töluvert um eigin sjálfsfróun. Við gerðum okkar eigin litlu rannsókn í bekknum og spurðum stelpurnar hvort þær fróuðu sér. Engin svaraði beint játandi, en eftir að hafa spjallað svolítið viðurkenndu þær flestar, ef ekki bara allar, að þær hefðu prófað að fróa sér eða gerðu það reglulega. Við ræddum líka við strákana og viðruðum þá hugmynd að gera okkar eigin könnun í bekknum. Bekkurinn var til í það og því sóttum við um að gera þetta verkefni með það markmið að opna á umræðuna og sérstaklega þennan mun á kynjunum.

Það var talið eðlilegt að strákar fróuðu sér en algjör leyndardómur hvort stelpurnar gerðu það, sem er fyndið í ljósi þess hversu fjölbreyttar fullnægingar konur geta fengið.

Á þessum tíma vorum við með unga og yndislega kennslukonu en hún var fljót að kalla okkur upp að kennaraborðinu. Við máttum ekki gera þessa könnun. Eftir að hafa mótmælt þessu kallaði hún hvasst yfir bekkinn; „Hver hér inni vill taka þátt í svona könnun?“ Það þorði auðvitað enginn að rétta upp hönd og þar með var hugmyndin skotin niður. Skilaboðin sem sátu eftir voru að ekki mætti tala um kynhegðun kvenna. Síðan þá hefur þetta efni verið mér hugleikið. Ég held að með opinni umræðu geti konur orðið öruggari með eigið kynlíf, notið þess betur og stundað betra kynlíf. Þetta hefur því einungis jákvæðar afleiðingar í för með sér.“

Tíu ára algengur aldur

Eftir að hafa kafað ofan í þetta sé ég nokkur algeng stef. Konur hafa ýmist ekki þorað að stunda sjálfsfróun fyrr en á menntaskólaaldri af ótta við að mega það ekki, eða fundist þær litnar hornauga. Svo þær sem uppgötva þægindi á kynfærasvæðinu ungar að aldri en hafa ekki fengið fullnægingu fyrr en um tíu ára aldur. Enn sem komið er finnst mér það algengur aldur, en ég hef enga almennilega tölfræði að byggja á.

Það sem eftir situr er þessi dulúð um fullnægingu kvenna, fróa stelpur sér? Fá konur fullnægingu yfirhöfuð? Ef ekki, njóta þær þá þess að stunda kynlíf? Svona spurningar koma aldrei hjá strákunum því þar er til staðar vökvi sem sannar að fullnæging hafi átt sér stað. Vissulega eru þetta bara mínar pælingar en ég myndi vilja að þessari dulúð yrði létt af umræðunni um sjálfsfróun og fullnægingu kvenna. Síðan ég var 14 ára hefur mikið breyst, en samt eigum við langt í land. Ég skil að ekki séu allir til í að ræða þessi mál, en ég lít svo á að skortur á umræðu leiði af sér vandamál. Nýlega heyrði ég sögu af konu sem fróaði sér í kynlífi til að fá fullnægingu, sem vissulega er algengt, en manninum hennar fannst það svo mikil móðgun við hann, að hann bannaði henni að gera það. Umræðan þarf því ekki aðeins að eiga sér stað hjá konum heldur er mikilvægt að gagnkynhneigðir karlar taki þátt í umræðunni eða fræðist um málefnið vilji þeir stunda kynlíf með konum.“

Sögur af sjálfsfróun

Alltaf þegar ég sé konur fróa sér í bíómyndum liggja þær makindalega í rúminu með sængina yfir sér, örlítið rjóðar í kinnum. Ég fróa mér helst alltaf liggjandi á maganum og finnst raunar frekar erfitt að gera það öðruvísi. Ég fæ það mjög auðveldlega með bólfélaga, en það er aldrei alveg eins stórkostlegt og með sjálfri mér, sennilega af því að það að liggja á maganum og þrýsta sér niður í dýnuna er auðvelt fyrir mig, en erfiðara fyrir aðra að komast að. Svo ég ligg yfirleitt á bakinu þegar einhver annar leikur við mig. Ég fæ vissulega fullnægingu, en aldrei eins góða.

Ég var full af ranghugmyndum, sem barn og unglingur, um að sjálfsfróun væri af hinu vonda. Byrjaði í sambandi um 18 ára og fékk aldrei fullnægingu í kynlífi, og vissi í raun ekki hvað það var. Svo giftum við okkur og fórum að gera upp hús og ég var að pússa veggi með juðara og þurfti að halla mér að veggnum og svo fór allt að titra og „kabúmm“ ég fékk mína fyrstu fullnægingu með þessum ótrúlega hætti. Ég prófaði það aftur .. og aftur og naut þess í botn. Hætti svo að nota þetta grófa tæki, en svo keypti maðurinn minn fyrir mig titrara, og ég hef notað slíka síðan. Hef líka notað fingurnar, en það dugar skammt svo nú er það „eggið“ og ég sem eigum góðar stundir saman.

Einu sinni bauð vinkona mín með sér í sumarbústað. Við vorum svona sirka 12 ára. Þetta var um vetur og þegar það tók að rökkva fórum við í heita pottinn, glænýr með nuddbunum. Það leið ekki á löngu þangað til við snérum baki í hvor aðra með glennta fætur og héldum í bakkann sitthvoru megin. Þetta fannst okkur mjög fyndið og vildum að öllum líkindum vera aðeins lengur þannig en við þorðum hvorugar að fá það. Síðan þá hef ég notað sturtuhausinn.

Tvær vinkonur, kannski um það bil sex ára. Komumst að því að báðum fannst okkur gott að nudda okkur að neðan. Við vissum ekkert um kynlíf, kynfæri eða kynhneigð. Fannst þetta forvitnilegt. Henni fannst betra að nudda framan á en mér aftan á. Nudduðum hlið við hlið yfir fötin okkar í hjónarúmi foreldra minna. Engin skömm fylgdi þessu augnabliki en heldur engum sagt frá pælingum okkar og uppgötvunum. Kannski var þetta okkar á milli. Kannski fór athyglin bara annað, í leiki og lærdóm æskuáranna.

Ég las á netinu að sjálfsfróun getur aukið sjálfstraust og það er svo sannarlega rétt! Ég stunda sjálfsfróun nokkrum sinnum í viku og votta fyrir að það virkar!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Júlíusson er listamaður mánaðarins í Bókasafni Garðabæjar – „Ég hef gaman af ýktri tjáningu“

Gunnar Júlíusson er listamaður mánaðarins í Bókasafni Garðabæjar – „Ég hef gaman af ýktri tjáningu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristín nefnir bestu leiðina til að tækla óþolandi fólk – Svona gerir hún það

Kristín nefnir bestu leiðina til að tækla óþolandi fólk – Svona gerir hún það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ágústa miður sín yfir viðbjóðslegum rasisma í Ikea: „Vá hvað þetta var ljót stelpa“

Ágústa miður sín yfir viðbjóðslegum rasisma í Ikea: „Vá hvað þetta var ljót stelpa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram: „Ég baða mig í tárum óvina minna“

Vikan á Instagram: „Ég baða mig í tárum óvina minna“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Úttekt – Vinsælustu kynlífstækin á Íslandi – Sogtæki, titringur og rassaleikir

Úttekt – Vinsælustu kynlífstækin á Íslandi – Sogtæki, titringur og rassaleikir
Fókus
Fyrir 6 dögum

Karitas Harpa á tímamótum: „Allt nýtt en aldrei verið meira ég“

Karitas Harpa á tímamótum: „Allt nýtt en aldrei verið meira ég“