fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Quarashi kærðir af Beastie Boys – Finnst þér lögin svipuð?

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 13:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Beastie Boys kærðu Quarashi á sínum tíma fyrir lagið Stick ’em Up. Beastie Boys töldu sig eiga réttinn á textanum en viðlagið í laginu hjá þeim var endurtekning á heiti lagsins. RÚV greinir frá þessu.

Steini í Quarashi greindi frá kærunni í fyrsta skipti opinberlega í nýrri þáttaröð Freys Eyjólfssonar á Rás 1, Skrímslin frá New York.

Lagið Stick ‘up Up eftir Quarashi kom út á plötunni Jinx árið 2002. Quarashi voru á þessum tíma í New York og Stick ’em Up var mikið í spilun.

Stick ’em Up fær massa spilun á MTV og öllum útvarpsstöðvum og við erum að byrja að túra.“
Quarashi voru kærðir fyrir að nota frasann „Stick ’em up“ þar sem Beastie Boys höfðu gefið út lag með sama nafni í samstarfi við plötusnúðinn sinn, DJ Hurricane.
„Ég hafði aldrei heyrt þetta lag, enda var það ekki á Beastie Boys plötu“
Lagið var á plötunni The Hurra sem DJ Hurricane gaf út árið 1995 undir sínu nafni og lagið varð því ekki jafn þekkt og önnur Beastie Boys lög.

Málið fór fyrir dómstóla og endaði Quarashi í vil þar sem líkindin voru ekki jafn mikil og Beastie Boys vildu halda fram.

„Þarna var ég alveg fokk yeah maður, við erum að gera eitthvað rétt. Beastie Boys vita af okkur!“
Hér fyrir neðan má heyra lögin tvö með Quarashi og Beastie Boys.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Beggi Smári með nýtt lag um dætur sínar: „Lagið var samið þegar ég var á tónleikaferðalagi og saknaði þeirra“

Beggi Smári með nýtt lag um dætur sínar: „Lagið var samið þegar ég var á tónleikaferðalagi og saknaði þeirra“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Filippseyska kærastan hittir íslensku stórfjölskylduna – Hún bjóst ekki við þessu

Filippseyska kærastan hittir íslensku stórfjölskylduna – Hún bjóst ekki við þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólafur Ragnar minnist Guðrúnar Katrínar: „Jafnvel hinn sársaukafyllsti harmleikur getur fengið okkur til að fagna nýju lífi“

Ólafur Ragnar minnist Guðrúnar Katrínar: „Jafnvel hinn sársaukafyllsti harmleikur getur fengið okkur til að fagna nýju lífi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dalurinn trylltist en stóð Ed Sheeran undir væntingum?

Dalurinn trylltist en stóð Ed Sheeran undir væntingum?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ritdómur um Það er alltaf eitthvað: Byrjendur en ekki viðvaningar

Ritdómur um Það er alltaf eitthvað: Byrjendur en ekki viðvaningar
Fókus
Fyrir 6 dögum

YouTube-notandi reitir af sér brandara í miðborg Reykjavíkur – Sjáðu viðbrögð vegfarenda

YouTube-notandi reitir af sér brandara í miðborg Reykjavíkur – Sjáðu viðbrögð vegfarenda