fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Vala Yates: „Ég fór rosalega langa krókaleið, lét drauminn rætast“

Guðni Einarsson
Föstudaginn 21. júní 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í DV tónlist kl. 13.00 mun tónlistarskonan og tónskáldið Vala Yates mæta heimsækja þáttinn. 

Vala vinnur nú að sinni fyrstu sóló­plötu ásamt Stef­áni Erni Gunn­laugs­syni en Vala lauk nýverið fjármögnun á plötunni í gegnum Karolinafund. Þann 8 maí síðastliðinn kom út lagið Hrísey en um er að ræða smáskífu af væntanlegri plötu Völu.

„Mig hefur langað að gefa út plötu með eigin lögum síðan ég var tvítug og byrjaði í söngnámi. En ég fór rosalega langa krókaleið til að komast á leiðarenda og láta drauminn raunverulega rætast. Ég lærði klassískan söng í mörg ár áður en ég leyfði mér að fatta að það var alls ekki það sem ég hafði ætlað mér. Svo fór ég í tónsmíðanám í Listaháskólanum þar sem ég lærði líka klassískar tónsmíðar, og það var ekki fyrr en ca. 2 árum eftir að ég útskrifaðist að ég endurnýjaði tengslin við þennan gamla draum, og fór að vinna í því að láta hann rætast. Þetta var frekar merkileg upplifun því ég hafði einhvern vegin alla ævi ýtt henni lengst niður. Ég í rauninni trúði því ekki að ég gæti þetta. Mér fannst ég ekki nógu merkileg til að gefa út eigin plötu. En svo stóð ég á einhvers konar krossgötum þarna. Var búin að skoða allskonar hugmyndir um hvernig ég gæti unnið við tónlist, m.a. búin að vera að syngja í útfararkórum. En þegar ég áttaði mig á því að ég fann mig ekki almennilega í því, og hætti, þá flaut þessi gamli draumur upp á yfirborðið. Og ég fann bara svo sterkt innra með mér að þetta var eitthvað sem ég varð bara að láta gerast. Það var ekki valkostur fyrir mig lengur. Og þá var einhvern vegin ekkert sem gat stoppað mig. Efinn, óttinn og minnimáttarkenndin bliknaði í samanburði við þennan gífurlega kraft sem fylgdi sannfæringunni um að ég yrði að gera þetta.“

 

DV tónlist hefst á slaginu 13.00 á vef DV.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“