fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fókus

Hatari sló í gegn á dómararennsli – „Þessi kinkí hljómsveit frá Íslandi er búin að stela hjarta mínu“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 13. maí 2019 23:31

Frábærar fréttir. Mynd: Eurovision.tv

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómararennsli fyrir fyrri undanriðilinn í Eurovision fór fram í kvöld og Ísland var meðal landanna sem fluttu framlög sín. Mikilvægt kvöld, enda gáfu alþjóðlegar dómnefndir lögunum stig í kvöld á meðan að áhorfendur heima í stofu kjósa annað kvöld.

Wiwibloggs, stærsta óháða Eurovision-fréttastofa í heimi, er búin að birta myndband á YouTube þar sem farið er yfir dómararennslið. Spekingarnir Angus Quinn, William Lee Adams, Deban Aderemi og Chris Halpin velja þau þrjú lög sem þeir telja vera best.

Angus, William og Deban setja Hatara allir í annað sæti í þessum riðli eftir rennslið.

„Þessi kinkí hljómsveit frá Íslandi er búin að stela hjarta mínu og höfði,“ segir Angus í meðfylgjandi myndbandi. „Öskur hefur aldrei hljómað svo fagurt á Eurovision-sviðinu,“ bætir hann við. „Það er enginn vafi á því að Ísland kemst í úrslit eftir alltof langan tíma í auðninni.“

William er sammála.

„Þorið að dreyma. Þorið að vera í kloflausum buxum – það er það sem Hatari gerir. Þeir eru með alvarleg skilaboð vafin í gerviefni og leður. Þegar maður svitnar í gerviefni kemur vond lykt en þetta lyktar svo vel,“ segir hann. „Þetta er kinkí með tilgangi.“

Deban segir atriðið hafa verið einstaklega vel heppnað og að það hafi komið honum á óvart þó hann hafi séð það margoft. Chris gengur einu skrefi lengra en félagar sínir og segir Hatara hafa unnið fyrri undanriðilinn að sínu mati.

„Ég held að mjaðmahnykkir Klemensar hafi sannfært mig að lokum. Það var svo kynþokkafullt,“ segir hann. „Atriðið er mjög fínpússað núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm