fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Heiða Ólafs söngkona: „Ég fékk þessa klikkuðu hugmynd“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 23. mars 2019 16:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiða Ólafsdóttir, söngkona, hefur gefið út nýja plötu og heldur af því tilefni útgáfutónleika með pompi og prakt í Salnum í Kópavogi klukkan 20 í kvöld.

Heiða og unnusti hennar, Snorri Snorrason, gerði garðinn frægan hér á landi í Idol stjörnuleitinni þar sem Heiða lenti í öðru sæti árið 2005 og Snorri sigraði 2006.

Snorri útsetti og tók upp plötuna sem heitir Ylur.

„Hann útsetur og tekur upp alla plötuna og auðvitað sleppur hann ekki við að koma upp á svið og syngja með mér á tónleikunum í kvöld.“

Platan Ylur er ekki seld í hefðbundnu geisladiskahulstri. Heiða sagði í samtali við blaðamann að hún hafi viljað umhverfisvænni lausn og fengið prýðisgóða hugmynd sem æskuvinkonur hennar voru meira en lítið til í að aðstoða hana við að koma í framkvæmd.

„Ég fékk þessa klikkuðu hugmynd að setja plötuna í taupoka. Ég var hrædd um að fólk myndi segja: „Nei hvaða rugl er þetta“, en æskuvinkonur mínar frá Hólmavík, sem eru svona yfirföndrarar lífs míns, sögðu: „Já geðveikt!“. Þannig ein fór í það að sauma pokana og hinar fóru í það með mér að mæla stærðina, finna efni og svona. Svo fórum við og keyptum það sem við þurftum. Síðan vorum við að dúlla okkur við þetta. Setja diskana ofan í pokana, og bók, og svo binda fyrir með fallegri slaufu.“

Á plötunni eru eingöngu al-íslensk lög sem öll eiga það sameiginlegt að fjalla um ást, von og yl. Helmingurinn er eftir Heiðu en hinn helmingurinn eru þekkt lög sem Heiða og Snorri hafa klætt í nýjan búning, lög sem hafa talað sérstaklega til hennar í gegnum tíðina.

Útgáfutónleikarnir eru í Salnum Kópavogi klukkan 20 í kvöld og enn eru til miðar sem er hægt að nálgast hér.

Hér má heyra lagið Ekki nema von, sem Sálin hans Jóns míns gerði frægt hér forðum. Hér er það í nýrri útgáfu ædolparsins Snorra og Heiðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni