fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Svali verður kynnir á Aldamótatónleikunum – Fannst þér gaman að fara á ball, þá er þetta kvöldið fyrir þig

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 4. febrúar 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Rúnar plötusnúður og viðburðafyrirtæki hans, ARG viðburðir, heldur Aldamóta-tónleika 26. apríl í Háskólabíói.
Þar mun landslið poppara koma fram: Birgitta Haukdal, Einar Ágúst, Gunni Óla, Hreimur og Magni.
Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa verið í hljómsveitum sem voru gríðarlega vinsælar og virkar í kringum síðustu aldarmót. Og gott betur en það, því flest af þessum böndum eru ennþá í fullu fjöri og allir söngvararnir eru enn starfandi sem tónlistarfólk og til dæmi um það þá var Birgitta á meðal þeirra sem tilnefnd var sem söngkona ársins á Hlustendaverðlaununum 2019 sem haldin voru síðasta laugardag í Háskólabíói.
 
„Fannst þér gaman að fara á ball? Sástu Skímó á Broadway, Írafár á Gauknum, Á móti sól á Breiðinni eða Land og syni í Sjallanum? Langar þig að sjá og heyra lög með þessum böndum flutt live? Ef svarið er já við einhverjum af þessum spurningum ertu stálheppin/n,“ segir í viðburðinum á Facebook, en miðasala hefst kl. 13 fimmtudaginn 14. febrúar á tix.is/aldamot.
 
Tónleikarnir verða tvískiptir, fyrir hlé munu ballöðurnar og rólegu lögin verða flutt, en eftir hlé verður allt gert vitlaust og talið í hverja sprengjuna á fætur annarri.
„Okkur hjá ARG viðburðum fannst vanta svona tónleika. Það er orðið til kynslóð sem sótti sveitaböllin grimmt, en nennir ekkert endilega að fara lengur á sveitaböll, fyrir utan að sú dýrategund virðist hægt og rólega vera að deyja út. Svo rímar þetta líka vel við okkar stefnu, okkur finnst gaman að halda viðburði sem eru annað hvort öðruvísi (eins og Grease tónleikarnir og 90´s nostalgían) eða ekki tíðir líkt og Mannakorns tónleikarnir sem við erum einnig að halda í vor,“ segir Atli Rúnar. „Ég er að miða við 35/40 plús hópinn.“
Atli Rúnar
Hljómsveitarstjóri verður hinn eini sanni Vignir úr Írafár og mun hann ásamt bestu hljóðfæraleikurum Íslands sjá til þess að allur flutningur verði upp á tíu. Kynnir kvöldsins kemur alla leið frá Tenerife og er best þekktur sem Svali á FM.
Svali
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlustaðu á lagið sem komst ekki í Söngvakeppnina

Hlustaðu á lagið sem komst ekki í Söngvakeppnina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Paris Jackson á spítala eftir sjálfsvígstilraun

Paris Jackson á spítala eftir sjálfsvígstilraun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Andríkt tíst Fjólu hreyfir við fólki: „Þegar ég var yngri hélt ég að stelpur gætu ekki tekið þátt“

Andríkt tíst Fjólu hreyfir við fólki: „Þegar ég var yngri hélt ég að stelpur gætu ekki tekið þátt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Yfirheyrslan – Sigurður Þ. Ragnarsson: „Ég get orðið fjári reiður ef mér misbýður“

Yfirheyrslan – Sigurður Þ. Ragnarsson: „Ég get orðið fjári reiður ef mér misbýður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Patrekur á og rekur 100 manna fyrirtæki í Noregi

Patrekur á og rekur 100 manna fyrirtæki í Noregi
Fókus
Fyrir 3 dögum

19 ár liðin frá upphafi þáttanna 70 mínútur – Brot af því besta

19 ár liðin frá upphafi þáttanna 70 mínútur – Brot af því besta
Fókus
Fyrir 3 dögum

Baksviðs í Borgarleikhúsinu: „Cruella Da Ville hittir hatara“ – „Þetta er svona dásamlega hræðilegt“

Baksviðs í Borgarleikhúsinu: „Cruella Da Ville hittir hatara“ – „Þetta er svona dásamlega hræðilegt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eurovision-sérfræðingar telja Hatara geta unnið Eurovision: Kalla Klemens „engilinn frá Reykjavík“

Eurovision-sérfræðingar telja Hatara geta unnið Eurovision: Kalla Klemens „engilinn frá Reykjavík“